Innsýn í störf náms- og starfsráðgjafa í framhaldsskólum og viðhorf þeirra til heildrænna náms- og starfsráðgjafaráætlana

Markmið þessarar ritgerðar var að fá innsýn í starf náms- og starfsráðgjafa í framhaldsskólum, helstu verkefni sem þeir sinna og upplifun þeirra á samstarfi við stjórnendur og kennara. Þá var einnig markmið að fá fram viðhorf þeirra til heildrænna náms- og starfsráðgjafaráætlana og þörfina á því að...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sandra Þóroddsdóttir 1982-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/13036
Description
Summary:Markmið þessarar ritgerðar var að fá innsýn í starf náms- og starfsráðgjafa í framhaldsskólum, helstu verkefni sem þeir sinna og upplifun þeirra á samstarfi við stjórnendur og kennara. Þá var einnig markmið að fá fram viðhorf þeirra til heildrænna náms- og starfsráðgjafaráætlana og þörfina á því að innleiða slíka áætlun á Íslandi. Rannsóknin var unnin með eigindlegri rannsóknaraðferð og byggir á viðtölum við sjö náms- og starfsráðgjafa í mismunandi framhaldsskólum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að starf náms- og starfsráðgjafa í framhaldsskólum er margþætt og mestur tími fer í persónulega ráðgjöf hjá viðmælendunum. Auk þess sýndu niðurstöður fram á að allir viðmælendur telja samband sitt við skólastjórnendur og kennara vera gott að undanskildum einum. Jafnframt kom fram í niðurstöðum að viðmælendurnir voru jákvæðir fyrir því ef gefin yrði út heildræn áætlun fyrir náms- og starfsráðgjafa sem skapaði umgjörð um starfið, sem hver og einn gæti leitað í og mótað eftir sínu starfi. Þá voru viðmælendur sammála um að þörf væri á samræmdum áætlunum fyrir náms- og starfsráðgjafa á Íslandi. Vonast er til að niðurstöðurnar verði gagnlegar fyrir náms- og starfsráðgjafa, sérstaklega þá sem eru að koma nýir inn í framhaldsskólana. Þá ættu niðurstöðurnar einnig að geta nýst sem innlegg við gerð samræmdrar áætlunar fyrir náms- og starfsráðgjafa í framhaldsskólum á Íslandi. The aim of this study was to gain insight into the work of school counselors in secondary schools, their work tasks and co-operation with school administrators, as well as to have their views on comprehensive guidance and counseling program and the need to implement such a program in Iceland. The study was performed with qualitative research, based on interviews with school counselors in seven different schools. The results show that the work of school counselors in secondary schools is very extensive and most of their working time is dedicated to personal counseling. All participants but one said that they had a good working relationship with school ...