Innra mat framhaldsskóla. Aðferðafræði og innleiðing

Í þessari ritgerð, sem er verkefnamat, er sett fram stöðumat (e. formative evaluation) á innleiðingu innra mats eða sjálfsmats í framhaldsskólum á Íslandi. Tilgangur verkefnisins er að greina þær sjálfsmatsaðferðir sem notaðar eru í framhaldsskólum landsins, hvernig þær voru mótaðar og innleiddar fr...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir 1963-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/12972
Description
Summary:Í þessari ritgerð, sem er verkefnamat, er sett fram stöðumat (e. formative evaluation) á innleiðingu innra mats eða sjálfsmats í framhaldsskólum á Íslandi. Tilgangur verkefnisins er að greina þær sjálfsmatsaðferðir sem notaðar eru í framhaldsskólum landsins, hvernig þær voru mótaðar og innleiddar frá lögleiðingu sjálfsmats árið 1996. Við verkefnamatið var leitað fanga í opinberum gögnum framhaldsskólanna sem og lögum og reglugerðum er varða innra mat skóla. Þá fór fram eigindleg rannsókn þar sem byggt er á einstaklingsviðtölum við 10 stjórnendur úr íslenskum framhaldsskólum ásamt rýnihópsviðtali við 4 stjórnendur úr öðrum skólum. Niðurstöður matsins eru í stuttu máli þær að 16 árum eftir lögleiðingu sjálfsmats hafa flestir íslenskir framhaldsskólar náð að móta innra mat sem þeir telja við hæfi eftir margvíslegar tilraunir. Gerðar voru tilraunir með heilsteypt matskerfi sem ekki gengu upp og hafa flestir snúið sér að matsaðferðum sem aðlagaðar eru þörfum hvers skóla. Innra matið er talið mjög nauðsynlegt í skólastarfinu en tilfinnanlega skortir fjármagn og tíma til að sinna því. Þá benda niðurstöður til þess að skort hafi undirbúning fyrir innleiðingu sjálfsmatsins og fræðslu innan skólanna. Verkefnið var fólki ókunnugt og ekki hluti af íslenskri skólamenningu. Þurft hefði að vinna jarðveginn betur áður en hafist var handa. Meiri og markvissari stuðning hefði einnig þurft frá ráðuneyti menntamála við innleiðinguna. Abstract This master’s dissertation is a program evaluation and involves a formative assessment of the implementation of self-evaluation in secondary schools in Iceland. The purpose of the evaluation is to analyse the evaluation methods that are used in the schools, how they were formed and implemented since self-evaluation was legislated in 1996. In the program evaluation, information was sought from official documents, laws and regulations, which concern self-evaluation in schools. Then a qualitative research was performed, based on individual interviews with 10 leaders of Icelandic secondary ...