Kolefnisleki frá Íslandi. Áhrif mögulegs aukakolefnisgjalds á orkufrekan iðnað á Íslandi

Undanfarna áratugi hefur fjölþjóðlegum samvinnuverkefnum gegn mengun fjölgað og vaxið fiskur um hrygg. Í ársbyrjun 2013 munu fyrirtæki á Íslandi í fyrsta sinn þurfa að borga fyrir losunarheimildir sínar á gróðurhúsagastegundum. Á sama tíma er ríkissjóður í erfiðri stöðu og stanslausri tekjuleit. Hug...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jón Skafti Gestsson 1981-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/12934
Description
Summary:Undanfarna áratugi hefur fjölþjóðlegum samvinnuverkefnum gegn mengun fjölgað og vaxið fiskur um hrygg. Í ársbyrjun 2013 munu fyrirtæki á Íslandi í fyrsta sinn þurfa að borga fyrir losunarheimildir sínar á gróðurhúsagastegundum. Á sama tíma er ríkissjóður í erfiðri stöðu og stanslausri tekjuleit. Hugmyndir hafa skotið upp kollinum um sérstakt aukakolefnisgjald sem lagt yrði á orkufrekan iðnað. Slík skattheimta myndi hafa þann tvöfalda tilgang að bæta umhverfið með minni losun gróðurhúsagastegunda og að afla ríkissjóði tekna. Hins vegar gæti það valdið því að samkeppnisstaða íslensks orkufreks iðnaðar versnaði, að framleiðsla legðist niður eða drægist saman. Valdi kolefniskostnaður slíkri færslu iðnaðar úr landi myndi það flokkast sem kolefnisleki. Til þess að koma í veg fyrir kolefnisleka frá ETS hefur Evrópusambandið sett bæði kísiljárnblendi og álframleiðslu á lista yfir iðnað sem er berskjaldaður fyrir kolefnisleka. Það kann að skjóta skökku við að íhuga frekari skattlagningu á iðnað sem skilgreindur hefur verið sem berskjaldaður af Evrópusambandinu en rétt er að líta til sérstöðu íslensks orkufreks iðnaðar á lykilsviðum. Hér er orkuverð lágt og mun ekki hækka vegna kolefniskostnaðar orkuvera þar sem íslensk orkuver munu ekki greiða slíkan kostnað. Enn fremur eru íslensk álver í fremstu röð í umhverfismálum í heiminum og sjá fram á tiltölulega lítinn kostnað við kaup á losunarheimildum. Hér verður framkvæmd næmnisgreining á getu kísiljárblendis- og álframleiðenda til að standa undir viðbótarkolefnisgjaldi samkvæmt mismunandi forsendum. Ársreikningar félaganna árin 2008-2010 og rekstur þeirra ára var tekinn til grundvallar enda var þar um að ræða heppilegt tímabil. Árin voru misgóð fyrir framleiðendur og enn fremur viðmiðunartímabil þeirra hvað varðar losun gróðurhúsalofttegunda. Framtíð þess iðnaðar sem hér er skoðaður, járnblendi og álframleiðsla, veltur að miklu leyti á framtíðarþróun sem er óviss. Arðsemi eign fjár í áliðnaði á árunum 2008-2010 var 6,8% á meðan arðsemi járnblendis var einungis 3,3% á sama ...