Fyrirtækjamenning verkefnadrifins fyrirtækis

Markmiðið með þessari grein er að greina hvaða fyrirtækjamenning er ríkjandi hjá Marel Iceland ehf. Beitt var eigindlegri- og megindlegri rannsóknaraðferð. Við gerð megindlegrar rannsóknar var notast við spurningalista Schneider úr bókinni The Reengineering Alternative. Spurningalistinn var sendur r...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hrafn Þór Jörgensson 1974-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
MPM
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/12931
Description
Summary:Markmiðið með þessari grein er að greina hvaða fyrirtækjamenning er ríkjandi hjá Marel Iceland ehf. Beitt var eigindlegri- og megindlegri rannsóknaraðferð. Við gerð megindlegrar rannsóknar var notast við spurningalista Schneider úr bókinni The Reengineering Alternative. Spurningalistinn var sendur rafrænt á starfsmenn Marels. Hér skal tekið fram að einungis var sent á 30 starfsmenn og fengust svör frá 19 þeirra. Þetta verður að teljast mjög lítið þýði og verður að taka tillit til þess þegar vægi er sett á niðurstöður rannsóknarinnar. Við gerð eigindlegrar rannsóknar voru búnar til fjórar spurningar sem skipt var upp í flokka eftir spurningalista Schneiders. Þær voru svo notaðar til að taka djúpviðtal við einn stjórnanda Marels. Niðurstöður megindlegrar- og eigindlegrar rannsókna voru bornar saman og fundinn út hvaða fyrirtækjamenning er líklega ríkjandi hjá Marel. Schneider setur fram þá kenningu í áðurnefndri bók sinni, The Reengineering Alternative að fyrirtækjamenning skipulagsheilda séu samsetning af eftirtöldum fjórum tegundum menningar: Stjórnunarmenning, samstarfsmenning, færnismenning og ræktunarmenning. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til að ríkjandi menning hjá Marel sé ræktunarmenning en samstarfsmenning er einnig mjög sterk. Það sem þessar tvær menningar hafa sameiginlegt er hve mikil áhersla er lögð á að hafa opið og hvetjandi andrúmsloft í fyrirtækinu og hve lítil áhersla er lögð á skipurit og drottnunarhátt stjórnenda.