Ég er með MPM gráðu : hvers vegna að ráða mig?

Tilgangurinn með þessu lokaverkefni er að reyna átta sig á því hvort og þá hvað aðgreinir þá sem lokið hafa mastersgráðu í verkefnstjórnun (MPM) frá öðrum í atvinnuleit. Með viðtölum við hátt í 20 manns er gerð tilraun til að komast að hvort starfsmaður með MPM sé betri starfsmaður. Leitast er við a...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigríður Agnes Jónasdóttir 1977-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
MPM
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/12929
Description
Summary:Tilgangurinn með þessu lokaverkefni er að reyna átta sig á því hvort og þá hvað aðgreinir þá sem lokið hafa mastersgráðu í verkefnstjórnun (MPM) frá öðrum í atvinnuleit. Með viðtölum við hátt í 20 manns er gerð tilraun til að komast að hvort starfsmaður með MPM sé betri starfsmaður. Leitast er við að svara spurningum á borð við, er hann undirbúinn undir flókin verkefni, stenst námið væntingar og hvert er álit stjórnenda á vinnumarkaði á MPM gráðunni. Tekin voru hóp- og einstaklingsviðtöl. Rætt var við 12 starfsmenn með MPM gráðu og fjóra stjórnendur sem hafa stýrt starfsmönnum með MPM. Notast er við eigindlega aðferðafræði. Helstu niðurstöður eru að nemendur sem hafa útskrifast með MPM gráðu eru hæfir til að stýra verkefnum og námið stenst væntingar þeirra. Áhersla á skilning á mannlegu atferli stóð upp úr hjá nemendunum. Það kom einnig í ljós að stjórnendur telja starfsmenn með MPM ekki betri í að leysa mannleg vandamál en að þeir séu afburðagóðir í stýringu verkefna. Niðurstaða höfundar er sú að starfsfólk með MPM getur nýtt aðferðafræði verkefnastjórnunar betur en aðrir vegna þeirrar áherslu sem lögð er á sjálfsskilning og verkfærni í MPM við Háskólann í Reykjavík.