Tengsl félagsauðs við heilsufar Íslendinga. Úr rannsókn á íbúalýðræði á Íslandi 2007-2010

Félagsauður (e. social capital) er hugtak sem var fyrst notað af Hanifan árið 1916. Í hugtakinu felast áhrif þeirra félagstengsla sem einstaklingar mynda í samskiptum og það felur í sér verðmæti/auð vegna margvíslegra jákvæðra áhrifa á hagsæld, samstöðu, gagnkvæmni einstaklinga og samfélaga. Verðmæt...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Una María Óskarsdóttir 1962-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/12832
Description
Summary:Félagsauður (e. social capital) er hugtak sem var fyrst notað af Hanifan árið 1916. Í hugtakinu felast áhrif þeirra félagstengsla sem einstaklingar mynda í samskiptum og það felur í sér verðmæti/auð vegna margvíslegra jákvæðra áhrifa á hagsæld, samstöðu, gagnkvæmni einstaklinga og samfélaga. Verðmætin eru gagnkvæmt traust, hjálpsemi, samvinna og tillitssemi. Ræturnar byggjast á gildismati og reynslu fólks og er að einhverju leyti sjálfstyrkjandi. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort félagsauður á Íslandi mældist breytilegur milli hópa og hvort finna mætti tengsl milli félagsauðs og heilsufars. Kannað var hvort þeir sem treysta öðrum hafi meiri áhuga á stjórnmálum, séu aðilar að og/eða virkir í félögum, séu í tíðari samskiptum við nágranna, ættingja, vini og vinnufélaga og búi við betri heilsu en aðrir. Rannsóknin er nýmæli hér á landi og byggir á gögnum úr rannsókn Dr. Gunnars Helga Kristinssonar prófessors um íbúalýðræði, félagsauð, þátttöku og lýðræðiskerfi íslenskra sveitarfélaga frá árunum 2007-2010. Byggt er á tilviljanakenndu úrtaki 6900 einstaklinga í 23 stærstu sveitarfélögunum þar sem tæplega 90% þjóðarinnar búa. Alls 3904 einstaklingar svöruðu, 1999 (51,2%) karlar og 1905 (48,8%) konur. Svarhlutfall var 56,6%. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að félagsauður á Íslandi er breytilegur milli hópa og sjálfsmetin heilsa Íslendinga og félagsauður eru tengd fyrirbæri (p<0,001). Þeir sem treysta öðrum, hafa mikinn áhuga á stjórnmálum, eru skráðir í félög, eru virkir í félögum og eru í tíðari samskiptum við ættingja, og vina segjast vera við betri heilsu en hinir (p<0,001). Mikilvægt er að efla heilsu og félagsauð bæði meðal karla og kvenna. Brýnt er að rannsóknir framtíðarinnar skilgreini félagsauð betur, sýni kynjagreiningu og byggi á rannsóknarsniði sem mæli orsakasamband félagsauðs og heilsu og dýpri skilning á ástæðum þess. The concept of social capital was first crafted by Hanifan in 1916. Social capital comprises the effects of social relationships created through interaction between ...