Háskólamenntun og stéttarfélög

Verkefnið er lokað til 2032 Þessi ritgerð er lokaverkefni á markaðs- og stjórnunarbraut við Viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri undir leiðsögn Helga Gestssonar, lektors við Háskólann á Akureyri. Ritgerðin er metin til 12 ECTS háskólaeininga. Verkefni ritgerðarinnar er unnið fyrir Band...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Margrét Þórisdóttir 1959-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/12804
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 2032 Þessi ritgerð er lokaverkefni á markaðs- og stjórnunarbraut við Viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri undir leiðsögn Helga Gestssonar, lektors við Háskólann á Akureyri. Ritgerðin er metin til 12 ECTS háskólaeininga. Verkefni ritgerðarinnar er unnið fyrir Bandalag Háskólamanna (BHM), hér eftir nefnt BHM, og er til stuðnings við markaðsáætlun sem til stendur að framkvæma fyrir BHM í nákominni framtíð. Tilgangur verkefnisins er fyrst og fremst sá að kanna hvað það er sem háskólamenntaður einstaklingur telur mikilvægt í starfi stéttarfélaga og hvað hann telur mikilvægast við það að tilheyra stéttarfélagi innan BHM. Ekki er vitað til þess að sambærileg könnun hafi verið gerð á viðhorfum háskólamanna um mikilvægi starfs og þjónustu og því ekki hægt að bera þessa könnun saman við aðra slíka könnun. Vinnutilgátan sem gengið var út frá í upphafi þessarar rannsóknar er að betri starfskjör og laun ásamt aðild að sjóðum, til dæmis og sjúkra- eða styrktarsjóði, efli og auki aðdráttarafl stéttarfélaga í augum háskólamanna. Í rannsókninni var farið yfir grunnþættina í starfi stéttarfélaga og tengdra sjóða til að átta sig á hvernig félagsmönnum líkar við þá þjónustu sem er í boði. Sex félagsmenn, sem hafa mikla reynslu af starfi fyrir félagasamtök og eru í stéttarfélögum innan BHM, hittust á vinnufundi með skýrsluhöfundi til að fara yfir styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri stéttarfélaga og þætti úr ytra umhverfi BHM. Eigindleg rýnihópakönnun var framkvæmd með tveim hópum háskólamenntaðra þar sem annar hópurinn samanstóð af félagsmönnum innan BHM en hinn hópurinn af háskólamönnum utan BHM. Framkvæmdin var til að komast að því hvaða spurningar væri æskilegt að nota í nánari könnun. Megindlegar aðferðir voru notaðar við uppsetningu umfangsmikillar símakönnunar. Ekki var auðvelt að nálgast nafnalista um háskólamenntaða Íslendinga til að að framkvæma könnun sem þessa. Því var ákveðið að notast við starfsheiti um háskólamenntun úr símaskrá ja.is. Á ja.is fundust 13.445 nöfn ...