NIC hjúkrunarmeðferðir : rannsókn á notkun NIC hjúkrunarmeðferða meðal hjúkrunarfræðinga á FSA

Undanfarin ár hefur verið unnið að því á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri (FSA) að skrá hjúkrunarmeðferðir samkvæmt NIC flokkunarkerfinu. Það er mikilvægur undirbúningur fyrir innleiðingu rafrænnar sjúkraskrár. Megintilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvaða NIC hjúkrunarmeðferðir hjúkrunarfræðing...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Davíð Aðalsteinsson, Guðrún Stefánsdóttir, Sólveig Bjarney Daníelsdóttir, Sunna Ipsen
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2004
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/1278
Description
Summary:Undanfarin ár hefur verið unnið að því á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri (FSA) að skrá hjúkrunarmeðferðir samkvæmt NIC flokkunarkerfinu. Það er mikilvægur undirbúningur fyrir innleiðingu rafrænnar sjúkraskrár. Megintilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvaða NIC hjúkrunarmeðferðir hjúkrunarfræðingarnir á FSA nota og hvernig notkun NIC meðferða skiptist eftir sérsviðum. Þýði rannsóknarinnar voru allir hjúkrunarfræðingar sem starfa í klínískri hjúkrun á FSA (n=190). Úrtakið samanstóð af öllum þeim hjúkrunarfræðingum (n=162) sem voru að störfum við klíníska hjúkrun á meðan gagnasöfnun fór fram, í mars 2004. Svarhlutfall reyndist vera 39,5% (n=62). Á spurningalistanum sem notaður var við rannsóknina voru 480 hjúkrunarmeðferðir. Listinn heitir á upprunalega málinu Nursing Intervention Classification (NIC) Use Survey og var þróaður af Iowa Intervention Project Team (1996). Vinnuhópur um skráningu hjúkrunar á vegum Landlæknisembættisins stóð að þýðingu spurningalistans með leyfi höfundar og kallast hann nú spurningalisti um Nursing Intervention Classification (NIC). Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að hjúkrunarfræðingar á FSA voru að nota 478 meðferðir af listanum. Að mati rannsakenda endurspegla niðurstöðurnar hjúkrun sérsviða sjúkrahússins. Aðeins tvær hjúkrunarmeðferðir voru aldrei framkvæmdar á FSA, Vökvagjöf í líknarbelg og Meðferð vegna tæknifrjóvgunar. Rannsakendur telja að rannsóknin gefi mikilvæga innsýn í störf hjúkrunarfræðinga á FSA og geti stuðlað að markvissari skráningu á FSA og sem þróun rafrænnar sjúkraskrár. Niðurstöður rannsóknarinnar reyndust einnig mjög álíkar sambærilegri íslenskri rannsókn. Reyndust sjö af efstu tíu NIC meðferðunum vera þær sömu í báðum rannsóknum og þá voru níu af tíu algengustu meðferðunum að finna innan 20 efstu hjá báðum. Rannsakendur telja einnig að samræmt mál í hjúkrun sé nauðsynlegt til að skilgreina hjúkrunarstörf og lýsa þeim. Án þess er engin leið til að meta hvaða hlut hjúkrun á í sjúkdóms- og bataferli skjólstæðinga og störf hjúkrunarfræðinga verða mun ...