Svigrúm til athafna : hvaða svigrúm hafa stjórnendur og kennarar við Brautarlækjarskóla til þróunar- og umbótastarfa?

Viðfangsefni rannsóknarinnar er greining á svigrúmi eins skóla í Reykjavík til ákvarðana og athafna sem varða dagleg störf innan hans og þróun þeirra. Greiningin byggir á greiningarlíkani Gunnars Berg um svigrúm til athafna og miðar að því að greina svigrúm skólans með hliðsjón af ytri og innri römm...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þorkell Daníel Jónsson 1966-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/12760
Description
Summary:Viðfangsefni rannsóknarinnar er greining á svigrúmi eins skóla í Reykjavík til ákvarðana og athafna sem varða dagleg störf innan hans og þróun þeirra. Greiningin byggir á greiningarlíkani Gunnars Berg um svigrúm til athafna og miðar að því að greina svigrúm skólans með hliðsjón af ytri og innri römmum hans. Ytri rammarnir vísa til svigrúmsins sem skólinn hefur gagnvart yfirstofnunum sínum og innri rammarnir vísa til svigrúmsins sem hann hefur gagnvart innra starfinu. Rannsóknarspurningin sem lögð er til grundvallar er: Hvaða svigrúm hafa skólastjórnendur og kennarar í Brautarlækjarskóla til ákvarðana og athafna sem varða dagleg störf, skólaþróun og umbætur á skólastarfinu? Rannsóknin byggir á eigindlegri aðferðafræði og gagna var aflað með tvennum hætti. Annars vegar með skjalagreiningu þeirra skjala sem marka ytri ramma skólans. Hins vegar með hálfstöðluðum viðtölum við þrjá stjórnendur og þrjá kennara við skólann. Niðurstöður skjalagreiningarinnar sýndu að skólinn hefur vítt svigrúm gagnvart yfirstofnunum sínum og niðurstöður viðtalanna sýndu að stjórnendur og kennarar töldu að stefna skólayfirvalda og framkvæmd hennar þrengdi ekki svigrúm skólans. Niðurstöður greiningar á innra starfinu sýndu að svigrúm skólans er vítt þegar horft er til viðhorfa stjórnenda, kennara og nemenda til breytinga og stuðnings við nýbreytniverkefni en hefðir, innra skipulag, álag, skortur á faglegum stuðningi, viðhorf foreldra til breytinga og lítil virkni þeirra í skólastarfinu þrengja svigrúmið. Flóra íslenskra menntarannsókna þar sem reynt er að leggja mat á forsendur einstaka skóla til þróunar og umbótastarfa er ekki ríkuleg. Þessi rannsókn er viðbót við þá fátæklegu flóru og veitir aukinn skilning á þeim hindrunum sem eru til staðar í skóla þegar kemur að þróunar- og umbótastarfi. Að mati rannsakanda er greining sem þessi nauðsynlegur undanfari þróunar- og umbótaáætlana svo hægt sé að sníða þær að forsendum skólans. Scope of action - How much scope do school leaders and teachers in Brautarlækjarschool have for reform and ...