Vistvænar áherslur í rekstri bygginga: áhrif á orkunotkun og líftímakostnað

Skoðuð er aðferðafræði sjálfbærrar þróunar og vistvænar áherslur í rekstri bygginga á Íslandi og hagkvæmisáhrif þeirra á orkunotkun og líftímakostnað. Kynnt eru umhverfisvottunarkerfi, en markmið þeirra er að hvetja til sem vistvænstrar hönnunar bygginga en líka að hvetja til betri umhverfisstjórnun...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jón Sigurðsson 1957-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/12758
Description
Summary:Skoðuð er aðferðafræði sjálfbærrar þróunar og vistvænar áherslur í rekstri bygginga á Íslandi og hagkvæmisáhrif þeirra á orkunotkun og líftímakostnað. Kynnt eru umhverfisvottunarkerfi, en markmið þeirra er að hvetja til sem vistvænstrar hönnunar bygginga en líka að hvetja til betri umhverfisstjórnunar á verktíma og rekstur bygginga allan líftímann. Umhverfisvottunarkerfi setja viðmið sem miða að bættri orkunýtingu bygginga, auka einangrun og loftþéttleika, lágmarka þörf á kælingu og velja lausnir sem krefjast minni orku á rekstrartíma. Umhverfisvottunarkerfi leggja einnig áherslu á notendastýringu og gera ráð fyrir mælum og/eða hússtjórnarkerfum til að fylgjast með orkunotkun bygginga. Unnin var greining á skrifstofu- og atvinnuhúsi höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1, Reykjavík og skoðuð hagkvæmni þess að fara í vistvænar orkusparnaðaraðgerðir. Sóknarfæri í orkusparnaði eru m.a. stillingar á húskerfum, meira eftirlit með loftræsi- og hitakerfum og lágmörkun umframnotkunar í raforku og heitu vatni. Teknar eru rauntölur rekstraráranna 2008 - 2011 og þær bornar saman. Líftímakostnaður bygginganna er svo reiknaður með aðferðafræði skv. norskum staðli NS 3454 auk þess sem stuðst er við vefútgáfu, LCCWeb.no og kostnaðarlíkan LCprofit. Fundinn er líftímakostnaður bygginganna miðað við þær vistvænu sparnaðaraðgerðir sem framkvæmdar voru árið 2009 í heitavatnsnotkun og einnig tillögur sem gerðar eru í raforkusparnaði árið 2012. Niðurstaðan er að vistvænar aðgerðir og áherslur í rekstri höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, skila góðum árangri í minni orkunotkun og kostnaði; u.þ.b. 40% sparnaði á heitu vatni og 27% sparnaði í rafmagni. Niðurstaða líftímakostnaðargreiningar m.v. 8% ávöxtunarkröfu er að orkunotkun er u.þ.b. 9% af líftímakostnaði bygginganna, en lækkar í 6,6% við fyrrnefndar vistvænar orkuorkusparnaðartillögur- og aðgerðir árið 2012. Það samsvarar 11 m.kr. sparnaði á ári, eða 135 m.kr. að núvirði m.v. 8% ávöxtunarkröfu og 60 ára líftíma. Niðurstaðan við tvöföldun raforkuverðs til ...