Starfsánægja skólastjóra : það sem hvetur og letur

Ritgerðin greinir frá niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar. Meginmarkmið hennar var að kanna hvaða þættir það eru sem hafa áhrif á starfsánægju skólastjóra í grunnskólum á Íslandi. Tekin voru viðtöl við sjö skólastjóra í skólum á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjavík og á Vesturlandi. Helstu niðurstöður er...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hólmfríður Gylfadóttir 1965-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/12748
Description
Summary:Ritgerðin greinir frá niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar. Meginmarkmið hennar var að kanna hvaða þættir það eru sem hafa áhrif á starfsánægju skólastjóra í grunnskólum á Íslandi. Tekin voru viðtöl við sjö skólastjóra í skólum á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjavík og á Vesturlandi. Helstu niðurstöður eru þær að jákvæð samskipti skólastjóra við samstarfsfólk, foreldra og nemendur er sá þáttur sem hefur mest áhrif til aukinnar starfsánægju þeirra. Aðrir mikilvægir þættir sem auka starfsánægju skólastjóra eru afrakstur vinnunnar, sjálfstæði, ábyrgð, völd og tækifæri til að nýta fagmennsku sína og sérfræðikunnáttu í starfinu. Þeim var umhugað um nemandann og vildu hag hans sem bestan. Skólastjórar voru sáttir í sínu starfi en bentu jafnframt á að ýmislegt mætti færa til betri vegar. Togstreita virðist ríkja á milli skólastjóra og yfirvalda og tengist það fyrst og fremst björgum sem viðmælendum þykir skorta í erfiðum málum, ásamt ólíkum hugmyndum starfsmanna skólans og yfirmanna á hvert hlutverk skólastjórans sé. Það eru fyrst og fremst togstreita og álag sem leiða til starfsóánægju sem stafar ekki síst af ofgnótt verkefna, erfiðum samskiptum, of löngum vinnutíma og ónógum björgum. Stuðst var við tveggja þátta kenningu Herzberg, Mausner og Snyderman í rannsókninni sem gengur út á að áhrifaþættir starfsánægju séu ýmist innri hvatar sem stuðla að starfsánægju eða ytri þættir sem orsaka óánægju. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að skólastjórar upplifa að innri þættir eins og afrakstur og sjálfstæði í starfi leiði frekar til starfsánægju þeirra en ytri þættir, eins og laun og starfsaðstæður. Ytri þættir í skólastjórastarfinu leiddu frekar til óánægju skólastjóra en ánægju. Undantekning frá þessu eru samskipti, sem samkvæmt tveggja þátta kenningunni er ytri þáttur. Annars eru niðurstöður rannsóknarinnar samsvarandi niðurstöðum annarra rannsókna sem gerðar hafa verið á starfsánægju með kenningu Herzberg, Mausner og Snyderman til stuðnings. Ekki er hægt að alhæfa út frá niðurstöðum rannsóknarinnar. Eigi að síður vonast höfundur ...