Trúarleg viðhorf og leikskóli : rannsókn á viðhorfi foreldra til trúfærslu í leikskólanum Lundarseli

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Lokaritgerð þessi er að grunni til rannsókn er gerð var í leikskólanum Lundarseli haustið 2005 en þar var lagt upp með rannsóknarspurninguna: “Hver eru viðhorf foreldra til kristinnar siðfræði á leikskólum, jákvæð eða neikvæð, og ennfrem...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ingibjörg Jóhannsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2006
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/1268
Description
Summary:Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Lokaritgerð þessi er að grunni til rannsókn er gerð var í leikskólanum Lundarseli haustið 2005 en þar var lagt upp með rannsóknarspurninguna: “Hver eru viðhorf foreldra til kristinnar siðfræði á leikskólum, jákvæð eða neikvæð, og ennfremur hver er skilningur forelda á því hvað sé kristin siðfræði?” Staða Þjóðkirkjunnnar hefur verið sterk á Íslandi um margar aldir og get ég þeirrar sögu og þróunar síðari ára en þar hafa sést blikur á lofti. Einnig rek ég í nokkru máli breytingar er orðið hafa í íslensku samfélagi hin síðari ár með fjölgun nýbúa og geri grein fyrir því hvernig siðfræðin losnaði úr tengslum við guðfræðina með tilkomu upplýsingarstefnunnar og ræði í því sambandi um nýjar áherslur er komu fram með lífsleiknikennslunni. Ég geri í nokkru grein fyrir meginhugmyndum kristninnar um siðfræði og tek fyrir trúarlegt uppeldi barna. Til að fást við rannsóknarspurninguna lagði ég fram spurningalista í átján liðum sem er ætlað að greina þessi viðhorf. Birti ég niðurstöður spurninganna sem hlutfall af hundraði ásamt því að sýna niðurstöðurnar í súluritum. Þá fjalla ég í meginmáli um hverja spurningu og leitast við að greina svörin og þær forsendur sem að baki liggja. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að mikill meirihluti foreldra vill að kristin siðfræði skipi lykilsess við menntun barna þeirra á leikskólanum. Engu að síður kom fram umburðarlyndi gagnvart öðrum trúarskoðunum og vilji til þess að foreldrar væru hafðir með í ráðum við alla slíka menntun.