Þegar hugurinn heyrir og höndin mælir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Saga heyrnarlausra er merkileg og er hún stór þáttur í menningu þeirra. Lengi vel voru heyrnarlausir taldir mállausir vegna fávisku almennings. Heyrnarlaust fólk fékk ekki að lifa lífi eðlilegra einstaklinga heldur voru þeir flokkaðir me...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Kristín Kristjánsdóttir, Sigríður Árdís Kristínardóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Other/Unknown Material
Language:Icelandic
Published: 2005
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/1257
Description
Summary:Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Saga heyrnarlausra er merkileg og er hún stór þáttur í menningu þeirra. Lengi vel voru heyrnarlausir taldir mállausir vegna fávisku almennings. Heyrnarlaust fólk fékk ekki að lifa lífi eðlilegra einstaklinga heldur voru þeir flokkaðir með börnum og jafnvel dýrum. Það var ekki fyrr en á 16. öld fyrir tilstilli spænska munksins Pedro Ponce de Leon að saga menntunar heyrnarlausra hófst. Enn í dag eru heyrnarlausir að berjast fyrir réttindum sínum. Markmið þessarar lokaritgerðar er að beina sjónum að heyrn og heyrnarskerðingu. Með öðrum orðum, hvað felst í að búa við skerta heyrn eða heyrnarleysi. Í ritgerðinni verður fjallað um eyrað sem líffæri þ.e., ýmsar staðreyndir sem varða eyrað og heyrnina. Horft verður til mikilvægis heyrnar og orsaka heyrnarskerðingar. Ritgerðin tekur jafnframt til margra þátta er varða menningu heyrnarlausra þar sem menning hefur alla tíð fylgt manninum og er honum mikilvæg. Komið verður inn á hvað átt er við þegar talað er um menningu og hvers vegna heyrnarlausir telja sig tilheyra sérstökum menningahópi. Þar sem leikskóli er fyrsta skólastigið og grunnur undir áframhaldandi nám barnsins verður athyglinni beint að mikilvægi þess að leikskólar séu meðvitaðir um menningu heyrnarlausra og hvernig stuðla megi að jákvæðum félags- og málþroska. Athyglinni verður jafnframt beint að því hvað vinna samkvæmt hugmyndafræðinni menntun án aðgreiningar felur í sér fyrir skólastofnanir. Í lok ritgerðarinnar er sagt frá niðurstöðum rannsóknar sem gerð var á því ferli sem fer af stað í leikskóla þegar heyrnarlaus drengur hefur þar skólagöngu. Rannsóknin leiddi í ljós mikilvægi þess að skapa gott málumhverfi fyrir drenginn sem byggir á virkri þátttöku starfsmanna. Rannsóknin leitaðist við að horfa á ferlið með augum drengsins ásamt því að athuga hvernig umhverfið, starfsmenn og börnin í leikskólanum tóku þátt í að aðlagast breyttri menningu.