Samanburður á hreyfingu eldra fólks í Reykjavík og nágrenni sumar og vetur

Hlutfall aldraðra fer vaxandi í samfélaginu, en það mun auka álag á heilbrigðisþjónustu og hafa aukinn kostnað í för með sér. Mikilvægt er að stuðla að sem mestum lífsgæðum, lífs-líkum og sem bestri heilsu í þessum sívaxandi þjóðfélagshópi til þess að aldraðir geti verið sem lengst sjálfstæðir í dag...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Nína Dóra Óskarsdóttir 1984-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/12459
Description
Summary:Hlutfall aldraðra fer vaxandi í samfélaginu, en það mun auka álag á heilbrigðisþjónustu og hafa aukinn kostnað í för með sér. Mikilvægt er að stuðla að sem mestum lífsgæðum, lífs-líkum og sem bestri heilsu í þessum sívaxandi þjóðfélagshópi til þess að aldraðir geti verið sem lengst sjálfstæðir í daglegu lífi. Regluleg hreyfing hefur margs konar heilsu¬farslegan ávinning í för með sér, bæði líkamlegan og andlegan. Megin markmið rannsóknarinnar var að kanna hreyfingu af mismunandi ákefð með notkun hreyfimæla sem mæla fjölda hreyfislaga á mínútu, hjá eldri einstaklingum í Reykjavík og nágrenni að sumri til og bera saman við hreyfingu að vetri til hjá sömu þátttakendum. Einnig var ætlunin að kanna hvort munur væri á árstímabundinni hreyfingu á milli kynja, aldurshópa og LÞS-hópa (líkamsþyngdarstuðull). Rannsóknin var unnin í samvinnu við Hjartavernd. Alls var 219 einstaklingum boðin þátttaka í þessari rannsókn og fengu þeir hreyfimæla til þess að vera með á hægri mjöðm sumar og vetur í sjö daga samfleytt. Alls 142 þátttakendur (87 konur og 55 karlar) voru með fjórar eða fleiri gildar hreyfimælingar bæði sumar og vetur. Helstu niðurstöður voru þær að það var marktækur munur milli sumars og vetrar á hreyfingu þátttakenda af lítilli ákefð (100-759 slög/mín, p<0,001), léttri ákefð (760-2019 slög/mín, p<0,001) og lítilli og léttri ákefð (100-2019 slög/mín, p<0,001). Þátttakendur hreyfðu sig meira um sumarið en veturinn. Það var marktækur munur á kyrrsetu þátttakenda (p=0,02) en ekki marktækur munur á hreyfingu af miðlungs og mikilli ákefð (≥2020 slög/mín, p=0,19). Munur á hreyfingu um sumar og vetur var sú sama hjá konum og körlum í öllum hreyfimælingum nema á hreyfingu af lítilli ákefð (100-759 slög/mín, p=0,01), lítilli og léttri ákefð (100-2019 slög/mín, p=0,02) og þegar hreyfislögin voru 100 eða fleiri á mínútu (p=0,03) en þá var munurinn á hreyfingunni meiri hjá körlunum. Konurnar hreyfðu sig meira af lítilli og léttri ákefð en karlarnir bæði um sumarið og veturinn. Sambærilegur munur var á hreyfingu sumar ...