Takmarkanir á frjálsri för fólks innan EES vegna ástæðna er varða ógn við allsherjarreglu

Í þessari lokaritgerð á meistarastigi í lögfræði við Háskólann á Akureyri fjallar höfundur um takmarkanir á frjálsri för fólks á grundvelli ógnar við allsherjarreglu (e. public policy) innan EES, sbr. 27. gr. og 28. gr. tilskipunar 38/2004/EB um frjálsa för fólks innan ESB sem er innleidd í 41. gr.,...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Aðalheiður Árnadóttir 1980-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/12454
Description
Summary:Í þessari lokaritgerð á meistarastigi í lögfræði við Háskólann á Akureyri fjallar höfundur um takmarkanir á frjálsri för fólks á grundvelli ógnar við allsherjarreglu (e. public policy) innan EES, sbr. 27. gr. og 28. gr. tilskipunar 38/2004/EB um frjálsa för fólks innan ESB sem er innleidd í 41. gr., 42. gr., og 43. gr. útlendingalaga nr. 96/2002. Allsherjarregla er vítt hugtak og hefur ekki skýra, afmarkaða eða samræmda lagalega þýðingu. Inntak hugtaksins getur tekið breytingum miðað við aðstæður á hverjum tíma og kannar höfundur hvernig önnur EES-ríki túlka það með því að skoða laga- og dómaframkvæmd innan þeirra, og þá sérstaklega Norðurlandanna. Að auki kannar höfundur hvort að hægt sé að finna sambærilega dóma í Noregi, Danmörku og hjá Evrópudómstólnum, og í máli héraðsdóms Reykjavíkur nr. E-6158/2010 frá 22. desember 2011, en það mál varðaði frávísun norsks ríkisborgara frá Íslandi í febrúar 2010 á grundvelli ógnar við allsherjarreglu (e. public policy). Tengdist sá aðili Hells Angels samtökunum. Í tengslum við framangreint héraðsdómsmál gerir höfundur tilraun til að svara því hvort réttmætt sé að synja EES-borgurum um landgöngu vegna þess að þeir séu aðilar að ákveðnum félagasamtökum, því sú aðild ógni í raun samfélaginu. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að íslenski héraðsdómurinn um frávísun vegna ógnar við allsherjarreglu er einstakur ef miðað er við mál hjá Evrópudómstólnum og dómstólum Noregs og Danmerkur. Höfundur telur dóminn réttmætan, þ.e. ákvörðun um frávísun, m.a. á grundvelli sjónarmiða í Van Duyn málinu svokallaða. Einnig, með því að skoða dóma- og lagaframkvæmd Noregs, Danmerkur og dóma Evrópudómstólsins er varðar brottvísunarmál, sést skýrar hvað það er sem telst ógn við allsherjarreglu og sýnir hvað íslenska löggjöfin er ennþá ófullkomin að þessu leyti. Íslensk stjórnvöld hafa til dæmis ekki ennþá uppfært reglugerð nr. 53/2003 um útlendinga til samræmis við breytingu á útlendingalögum nr. 96/2002 við innleiðingu tilskipunar 2004/38/EB. This final essay regards restrictions of ...