Refsingar og önnur úrræði fyrir unga afbrotamenn á Íslandi og í Noregi - Samanburður á löndunum tveimur

Refsingar og önnur úrræði fyrir unga afbrotamenn á Íslandi og í Noregi,samanburður á löndunum tveimur. Markmið þessarar ritgerðar er að bera saman refsingar og önnur úrræði fyrir unga afbrotamenn 15-21 árs á Íslandi og í Noregi, með það fyrir augum að kanna hvort Íslendingar geti lært eitthvað af No...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Margrét Rán Kjærnested 1986-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/12335
Description
Summary:Refsingar og önnur úrræði fyrir unga afbrotamenn á Íslandi og í Noregi,samanburður á löndunum tveimur. Markmið þessarar ritgerðar er að bera saman refsingar og önnur úrræði fyrir unga afbrotamenn 15-21 árs á Íslandi og í Noregi, með það fyrir augum að kanna hvort Íslendingar geti lært eitthvað af Norðmönnum í þessum efnum. Ennfremur var litið til þess hvernig hægt væri að mæta kröfum c-liðar 37. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins hér á landi í ljósi þess hve fámenn við erum en sáttmálinn hefur verið lögfestur í Noregi. Löggjöf landanna beggja er borin saman og kannað hvort börn njóta sambærilegrar verndar í lögum. Síðan er athugað hvernig framkvæmdinni er háttað og hvaða úrræði hafa reynst best til þess að koma í veg fyrir frekari brot að afplánun lokinni. Til þess að varpa ljósi á hvernig refsingar og þau úrræði sem í boði eru á Íslandi nýtast ungum afbrotamönnum var tekið viðtal við Erlend S. Baldursson afbrotafræðing sem starfar hjá Fangelsismálastofnun ríkisins. Að lokum er til samanburðar stuttlega kannað hvernig þessum málum er háttað í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Helstu niðurstöður eru þær að úrræðin eru mjög svipuð í löndunum tveimur en útfærð á mismunandi hátt. Norðmenn eru komnir lengra við að leita annarra úrræða til að refsa ungum brotamönnum en þess að loka þá inni í fangelsum. Í ljósi fámennis er unglingafangelsi ekki raunhæfur kostur hér á landi til þess að mæta kröfum c-liðar 37. gr. Þar að auki sýnir reynsla Norðmanna að unglingafangelsi eru ekki líkleg til þess að koma í veg fyrir að ungur fangi brjóti af sér á ný, sem er þvert á markmið stjórnvalda á hér á landi. Betra væri að mæta kröfunum með lokaðri deild á meðferðarheimili Barnaverndarstofu. Helsti lærdómur sem Íslendingar gætu dregið af Norðmönnum væri að fjölga þeim úrræðum sem miða að því að hjálpa einstaklingnum að takast á við vanda sinn utan fangelsa A comparison of punishments and methodologies for young offenders in Iceland and Norway. The purpose of this thesis is to compare the punishments and other ...