Miskabætur vegna kynferðisbrota gegn börnum

Markmið þessarar ritgerðar er að skoða dóma Hæstaréttar, frá 1. febrúar 2002 til 1. febrúar 2012, í málum þar sem börn hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi og kanna hversu háar miskabætur þau fá dæmdar. Skoðað var hvort bæturnar hafi hækkað á rannsóknar-tímabilinu í samræmi við þyngri refsingar í...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Snædís Ósk Sigurjónsdóttir 1988-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/12327
Description
Summary:Markmið þessarar ritgerðar er að skoða dóma Hæstaréttar, frá 1. febrúar 2002 til 1. febrúar 2012, í málum þar sem börn hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi og kanna hversu háar miskabætur þau fá dæmdar. Skoðað var hvort bæturnar hafi hækkað á rannsóknar-tímabilinu í samræmi við þyngri refsingar í umræddum málaflokki. Einnig voru miskabótakröfur þolenda skoðaðar sérstaklega, bæði hversu háar þær voru og hvernig þær voru rökstuddar. Rannsóknin leiddi í ljós að nær undantekningarlaust var farið fram á miskabætur fyrir hönd barns sem varð fyrir kynferðisofbeldi. Hæstiréttur féllst nánast alltaf á greiðslu bóta en dæmdar bætur eru yfirleitt töluvert lægri en framlögð krafa. Aðeins 60% krafnanna voru studdar sérfræðigögnum um afleiðingar brota á þolanda en aðrar kröfur voru aðeins rökstuddar með almennri vitneskju um skaðsemi þessara brota. Sérfræðigögn voru frekar lögð fram í alvarlegri málunum en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að bæði framlagðar kröfur og dæmdar bætur eru hærri þegar vinna hefur verið lögð í að meta afleiðingar brots. Rannsóknin leiddi ekki í ljós marktæka hækkun dæmdra miskabóta á rannsóknartímabilinu. Þá er einnig farið ítarlega yfir löggjöfina í umræddum málaflokki, réttarstöðu brotaþola og þær reglur sem gilda um greiðslu miskabóta til þolenda afbrota. Að lokum er bent á það sem betur mætti fara í málsmeðferðinni. The purpose of this thesis is to review rulings of the Supreme Court of Iceland, from February 1st 2002 to February 1st 2012, in cases where children have been sexually abused and explore the amount of non-pecuniary damages they received. A study was done on whether the compensations increased during this period in accordance with more severe punishments in these kinds of cases. Special attention was paid to the victims’ claims, how high they were and how they were supported. The study revealed that, nearly without exception, non-pecuniary damages were requested on behalf of the children who had been sexually abused. The Supreme Court almost always agreed on compensations to the ...