Bann við þrælahaldi og nauðungarvinnu samanber 4. grein Mannréttindasáttmála Evrópu og samanburður sambærilegra greina

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Í þessari ritgerð er byrjað á því að fjalla almennt um bann við þrælhaldi með því að skilgreina helstu hugtök þrælahalds og nauðungarvinnu. Farið er yfir sögu banns við þrælahaldi í stuttu máli og eru m.a. kynnt áhrif náttúruréttar á ban...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Steinþór Þorsteinsson
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2007
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/1232
Description
Summary:Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Í þessari ritgerð er byrjað á því að fjalla almennt um bann við þrælhaldi með því að skilgreina helstu hugtök þrælahalds og nauðungarvinnu. Farið er yfir sögu banns við þrælahaldi í stuttu máli og eru m.a. kynnt áhrif náttúruréttar á bann við þrælahaldi. Sagt frá skilgreiningu rómverskra laga um frelsi og þrælhald ásamt hugmyndum Jean Jacques Rousseau sem komu fram í riti hans Samfélagssáttmálinn. Einnig verður í stuttu máli kynnt tilurð og innihald mannréttindasáttmála Evrópu og hvernig mál verða tæk fyrir mannréttindadómstólnum í Strassborg. Í þessari ritgerð er leitast við að svara spurningunum hvaða verndarlag 4. grein mannréttindasáttmálans veiti og hvort sambærilegar greinar í alþjóðasáttmálum, svæðissamningum og stjórnarskrám veiti betri eða síðri vernd? Erfitt hefur reynst að komast að fullnægjandi niðurstöðu um verndarlag greinarinnar, þar sem engir dómar hafa fallið til sakfellingar og með því engin skýr fordæmi til um hvernig skýra beri greinina. Hinsvegar má finna vísbendingar um túlkun greinarinnar í nokkrum sýknudómum s.s. í máli Van Der Mussele gegn Belgíu1. Í ritgerðinni er komist að þeirri niðurstöðu að með hugtökunum þrælahald og þvingunar- og nauðungarvinna felist ákveðið verndarlag og ekki var hægt að sjá að það skipti máli hvort ákvæði greinanna voru með eða án undantekninga. Það sem skipti mestu máli var hugtakaval þeirra, uppbygging og áhersla um verndarlag greinanna.