Útinám : hvað - hvernig - hvers vegna

Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed.-gráðu í leikskólafræði við Háskólann á Akureyri. Umfjöllunarefnið er útinám, tengsl þess við námskenningar og hvernig það nýtist í skólastarfi. Fjallað er um nám almennt og áherslu íslenska menntasamfélagsins á leikinn í námi ungra barna. Kenningar fræðimannan...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ásrún Leósdóttir 1980-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/12240
Description
Summary:Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed.-gráðu í leikskólafræði við Háskólann á Akureyri. Umfjöllunarefnið er útinám, tengsl þess við námskenningar og hvernig það nýtist í skólastarfi. Fjallað er um nám almennt og áherslu íslenska menntasamfélagsins á leikinn í námi ungra barna. Kenningar fræðimannanna John Dewey, Jean Piaget, Lee Vygotsky og Jerome Bruner, um nám eru skoðaðar og hugmyndir þeirra um hlutverk leiksins í námi ungra barna. Allir lögðu þeir áherslu á þátt reynslunnar í námi. Útinám tengist kenningum þeirra á ýmsan hátt en reynsla og upplifun eru lykilatriði útináms. Fjallað er um hugmyndafræði útináms og hvernig hægt er að tengja það skólastarfi en í íslensku menntasamfélagi er vaxandi áhugi á útinámi og gagnsemi þess fyrir börn. Úti fá börn tækifæri til að skapa tengsl við náttúruna og hreyfa sig frjálst og óhindrað, allir geta verið jafningjar og félagatengsl talin styrkjast. Hugmyndafræði samvinnunáms nýtist í verkefnavinnu úti og getur stuðlað að betri námsárangri einstaklinga í gegnum félagslega samvirkni. Leikskólar geta nýtt sér þau tækifæri sem gefast þegar útinám er hluti af skólanámskrá. Í útináminu gefast tækifæri fyrir kennara að vinna með margvíslegar námsgreinar og virkja áhuga barna á námsefninu. Raddir barnanna skipta máli í útinámi og mikilvægt er að kennarinn taki tillit til áhuga þeirra við skipulag útináms. Abstract This thesis is a final assignment for a B.Ed.-degree in Pre-school Education from the University of Akureyri. It examines outdoor education and, its connection to learning theories and how it can be used in practice. It discusses learning in general and the Icelandic educational system’s emphasis on play in young children’s education. Theories of the scholars John Dewey, Jean Piaget, Lee Vygotsky and Jerome Bruner on education are reviewed as well as their ideas on the role of play in early childhood education; all these scholars focused particularly on the role of experience in education. Outdoor education connects to these ideas in many ways, but experience is one of ...