Foreldrasamstarf í grunnskólum : aukin aðkoma foreldra að skólastarfinu

Í þessu lokaverkefni til B.Ed. gráðu í kennslufræðum við Hug- og félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri er fjallað um samstarf heimila og skóla í grunnskólum á Íslandi. Rannsóknir hafa sýnt að breytinga er þörf og mikilvægt í því sambandi að auka hlutdeild foreldra í námi barna þeirra. Virkni forel...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Bylgja Finnsdóttir 1988-, Jóhanna Þorvaldsdóttir 1963-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/12236
Description
Summary:Í þessu lokaverkefni til B.Ed. gráðu í kennslufræðum við Hug- og félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri er fjallað um samstarf heimila og skóla í grunnskólum á Íslandi. Rannsóknir hafa sýnt að breytinga er þörf og mikilvægt í því sambandi að auka hlutdeild foreldra í námi barna þeirra. Virkni foreldra hefur ekki verið sem skyldi og ýmsar ástæður eru taldar liggja þar að baki. Í ritgerðinni er leitast við að svara því hvaða leiðir eru líklegar til árangurs svo auka megi þátttöku foreldra í skólastarfinu. Rýnt verður í heimildir til að kanna vilja og viðhorf foreldranna sjálfra. Út frá því verður hugleitt hvort tækifærin liggi í að auka komu þeirra á vettvang til nemenda eða hvort vænlegra sé til árangurs að bjóða foreldrum upp á fræðslu um uppeldisþætti, lög og reglugerðir svo þeir geti betur staðið við bakið á börnum sínum í náminu. Joyce L. Epstein hefur sett fram hugmyndir um árangursríkar leiðir í formi framkvæmdaáætlunar og Ingibjörg Auðunsdóttir reyndi þessa áætlun í íslenskum skóla. Í kjölfarið jókst samstarf heimilanna við skólann og foreldrar urðu mjög virkir í samvinnunni. Til að auka megi hlutdeild foreldra er mikilvægt að koma til móts við þá með þeirra þarfir í huga. Í þeim rannsóknum sem hér eru skoðaðar kemur skýrt fram að foreldrum finnst vanta meiri upplýsingagjöf frá skólunum til heimilanna. Birna María Svanbjörnsdóttir komst að því með rannsókn á viðhorfi foreldra til stuðnings við foreldrahlutverkið, að þeir vilja aukna fræðslu. Í lok verkefnisins eru settar fram nokkrar hugmyndir um samstarf heimila og skóla, sem unnar eru út frá þeim upplýsingum sem vinna við ritgerðina hefur leitt í ljós. Hugmyndabankinn gæti nýst skólastjórnendum, kennurum og jafnvel foreldrum til að skipuleggja samstarf sem leiðir til aukinnar þátttöku foreldra í námi barna þeirra. In this thesis for a B.Ed. degree in Pedagogy at the School of Humanities and Social Sciences at the University of Akureyri, the co-operation between home and elementary schools in Iceland is studied. Studies have shown that changes are ...