Grenndarkennsla : Húsavík og nágrenni

Verkefnið er lokað til 6.6.2013. Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed.- prófs í kennarafræðum við Háskólann á Akureyri. Í íslensku skólakerfi er lögbundið að grunnskólinn eigi að mæta þörfum allra nemenda og í nýjum aðalnámskrám er lögð áhersla á mikilvægi þess að kennarar noti fjölbreyttar kennsl...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hermína Hreiðarsdóttir 1967-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/12234
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 6.6.2013. Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed.- prófs í kennarafræðum við Háskólann á Akureyri. Í íslensku skólakerfi er lögbundið að grunnskólinn eigi að mæta þörfum allra nemenda og í nýjum aðalnámskrám er lögð áhersla á mikilvægi þess að kennarar noti fjölbreyttar kennsluaðferðir svo þörfum ólíkra nemenda verði sem best mætt. Ein af þeim leiðum sem kennarar nota eru vettvangsferðir, sem gjarnan tengjast náttúrufræðum, hreyfingu eða menningu. Undanfarin áratug hafa hugtök eins og útiskóli, útikennsla, skógarskóli og útistofur skotið upp kollinum í auknum mæli og þó skilgreiningar og aðferðir séu margvíslegar er tilgangurinn hinn sami, fjölbreyttir kennsluhættir nemendum til góða. Í verkefni þessu er fjallað um skóla fyrir alla sem ástæðu og/eða rök fyrir notkun fjölbreyttra kennsluaðferða þar sem viðfangsefnin eru náttúra og umhverfi með grenndarkennslu að leiðarljósi. Rannsóknarspurningin sem lagt var upp með er hvernig má nota aðferðir grenndarkennslu fyrir fjölbreyttan nemendahóp, bæði hvað varðar getu og aldur. Útbúin voru sex kennsluverkefni þar sem valin voru ólík viðfangsefni á Húsavík og í nánasta umhverfi bæjarins. Hvert verkefni er útfært fyrir tvær til sex kennslustundir og tengt ákveðnu viðfangsefni í aðalnámskrá grunnskóla. Gefnar eru hugmyndir um hvernig má einfalda eða þyngja verkefnin fyrir ólíkan aldur nemenda en einnig hvernig nota má aðra sambærilega þætti í umhverfinu sem tækifæri til kennslu. This thesis is a dissertation for a B.Ed. degree in the Faculty of Education within the University of Akureyri. Elementary Schools are a part of the Icelandic school system and it is required by law that they meet the needs of all students, whatever these needs may be. The new curriculum stresses the importance of teachers using diverse methods in order to meet these needs to a sufficient degree. One of the methods teachers use is field trips which are most commonly connected to cultural studies, natural science or sports. In the past decade, concepts such as outdoor ...