Streita : háskólanám og meðganga

Verkefnið er lokað til 31.5.2014. Viðfangsefni þessarar ritgerðar er streita, háskólanám og meðganga. Ritgerðinni er skipt upp í tvo hluta. Sá fyrri er fræðilegur hluti þar sem streita, háskólanám og meðganga eru skilgreind og fjallað um áhrif streitu á hina tvo þættina, þ.e. háskólanám og meðgöngu....

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Berglind Hrönn Hlynsdóttir 1981-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/12230
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 31.5.2014. Viðfangsefni þessarar ritgerðar er streita, háskólanám og meðganga. Ritgerðinni er skipt upp í tvo hluta. Sá fyrri er fræðilegur hluti þar sem streita, háskólanám og meðganga eru skilgreind og fjallað um áhrif streitu á hina tvo þættina, þ.e. háskólanám og meðgöngu. Þessum fræðilega hluta er svo fylgt eftir með lítilli könnun sem gerð var við Háskólann á Akureyri vorið 2012. Þátttakendur hennar eru allir á þriðja ári náms síns og höfðu nýverið eignast barn og/eða áttu von á barni á vormánuðum. Streita er ósjálfráður hluti af varnarviðbrögðum líkamans sem fer í gang við álag. Í eðli sínu er streita jákvæð þar sem hún undirbýr líkamann undir átök en viðvarandi streita getur haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér. Streita hefur áhrif á einstaklinga, en þó er misjafnt hve mikil þau eru. Hugmyndin að ritgerðinni kviknaði þegar höfundur skoðaði streituskala sem mikið er notaður af sálfræðingum um heim allan. Á þessum skala er farið yfir hvaða atburðir í lífinu geta valdið streitu burtséð frá því hvort um er að ræða jákvæða eða neikvæða hluti. Veitti höfundur því athygli að nám og þungun koma fyrir á þessum lista. Þar sem höfundur gengur í gegnum meðgöngu ásamt því að skrifa lokaverkefni sitt til B.Ed.-náms var áhugavert að skoða hver áhrifin væru ef þessir tveir þættir væru samhliða, en lítið sem ekkert hefur verið rannsakað hér á landi hvort háskólanám hafi áhrif á meðgöngu. Í niðurstöðum könnunarinnar kemur í ljós að áhrif meðgöngunnar eru einhver á námið en ekki öfugt. Hyggst höfundur halda áfram með þá vinnu sem búið er að leggja í ritgerð þessa og gera stærri könnun í meistaranámi sínu svo unnt sé að fá betri heildarsýn yfir það hvort háskólanám hafi í raun áhrif á meðgöngu. The topic of this paper is the relationship between stress, university studies and pregnancy. The paper is in two parts. The first part is a literature review of the main concepts; stress, university studies and pregnancy. The influence of stress on these two different components, university studies ...