Erlendir foreldrar og grunnskólinn : allt hefur áhrif

Verkefnið er lokað til 1.7.2014. Ritgerð þessi er til fullnaðar B.Ed.-gráðu við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Hún byggir á eigindlegum viðtölum við þrjá erlenda foreldra sem allir eiga börn í Oddeyrarskóla á Akureyri og ráðgjafa móttökudeildar innflytjenda í sama skóla. Viðtölin voru tekin í de...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Særún Magnúsdóttir 1966-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/12229
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 1.7.2014. Ritgerð þessi er til fullnaðar B.Ed.-gráðu við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Hún byggir á eigindlegum viðtölum við þrjá erlenda foreldra sem allir eiga börn í Oddeyrarskóla á Akureyri og ráðgjafa móttökudeildar innflytjenda í sama skóla. Viðtölin voru tekin í desember 2011. Markmið rannsóknarinnar er að öðlast dýpri skilning á viðhorfum erlendu foreldranna og kennara móttökudeildarinnar til daglegs samstarfs. Horft er eftir þáttum sem geta haft áhrif á samstarfið, eins og ólíkri menningu og tungumálaörðugleikum, en einnig hvort erlendu foreldrarnir hafi frumkvæði að samskiptum við skólann. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að þrátt fyrir að ólík menning hafi að einhverju leyti áhrif á dagleg samskipti erlendu foreldranna við skólann þá eru það tungumálaörðugleikarnir sem aftra þeim frá því að hafa frumkvæði að samskiptunum. Þeir vilja gjarnan hafa samband en eru óöruggir um hvers sé vænst af þeim og eru hræddir við að misskilja eitthvað vegna tungumálaörðugleika. Það er því ljóst að brýnt er að kynna vel kröfur, væntingar og siði fyrir erlendum foreldum og styðja vel við bakið á þeim í upphafi skólagöngu barna þeirra. Að lokum er vert að nefna að allir foreldrarnir voru ánægðir með samstarfið eins og það er í dag, finnst þeir velkomnir í skólann hvenær sem er og treysta starfsfólkinu fyrir börnum sínum. Abstract This essay is the final assignment for a B.Ed.-degree from the Faculty of education at Akureyri University. It is a qualitative study based on interviews with three immigrant parents who have children in the primary school Oddeyrarskóli in Akureyri, and one teacher who acts as a counsellor at the immigrants department at the same school. All the interviews were conducted in December 2011. The goal of this study is to understand the attitudes immigrant parents and the teachers display as regards their cooperation. To do so special notice was taken of if and how cutural and linguistic differences can affect this cooperation. Also it was noted whether or not ...