Náttúruvísindi með börnum; gerlegt og til hvers? : börnin í náttúrunni; hver er ávinningurinn?

Verkefnið er lokað til 31.12.2132. Þessi ritgerð er til fullnaðar B.Ed. gráðu við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Efni hennar lýsist af rannsóknarspurningunni; „Náttúruvísindi með börnum; gerlegt og til hvers?“. Til að svara því á skilvirkastan hátt hef ég skipt ritgerðinni upp í nokkra hluta. Fy...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Anna Heiðdal Þórhallsdóttir 1985-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/12226
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 31.12.2132. Þessi ritgerð er til fullnaðar B.Ed. gráðu við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Efni hennar lýsist af rannsóknarspurningunni; „Náttúruvísindi með börnum; gerlegt og til hvers?“. Til að svara því á skilvirkastan hátt hef ég skipt ritgerðinni upp í nokkra hluta. Fyrst verða teknar fyrir þær miklu breytingar sem hafa orðið í samfélagsgerð okkar og umhverfi barna og hvernig þær hafa, og munu geta haft, áhrif á nám þeirra og reynslu. Þar á eftir kanna ég hvort börn séu fær um að taka þátt í athugunum í anda náttúruvísinda. Í þeim tilgangi kanna ég hugmyndir hugsmíðihyggjunnar og horfi í því sambandi sérstaklega til verka kennimannanna Jean Piaget, Lev Vygotsky og John Dewey. Þá lít ég á kenningar um forhugmyndir barna og mikilvægi þeirra í leikskólastarfi. En fremur leita ég svara við því hvort íslenskir leikskólar séu í stakk búnir til að bjóða börnum sínum upp á reynslu og athugun í anda náttúruvísinda. Í þeim tilgangi skoða ég heimasíðu nokkurra valdra leikskóla sem og skólanámskrár og þróunarverkefni sem gerð hafa verið í tenglum við sjálfbærni, umhverfismennt og útikennslu. Megin niðurstaða , byggð á þeim heimildum sem aflað hefur verið, eru ræddar í seinasta kafla, þ.e. hver er ávinningurinn af því að stuðla að náttúruvísindum. Mikilvægustu niðurstöður voru að náttúrufræði í leikskólanum eru ekki aðeins möguleg heldur, það sem meiru máli skiptir, mjög gefandi fyrir börn og getur haft gríðarleg áhrif á vitsmunaþroska þeirra og á síðari menntun þeirra. This paper is a final thesis towards B.Ed. degree at the department of Education at the University of Akureyri. The main subject is formed in the research question: „Natural science and young children; achievable and in which purpose?“ To best answer the question I’ve divided the paper into a few parts. First the significant changes that have taken place in our society and the child's environment is discussed along with the impact that has and can have on their learning and experience. Thereafter I explore if young children ...