Bráðger börn: hvernig má skilgreina bráðger börn og hvaða úrræði eru í boði fyrir þau innan skólastofunnar?

Umfjöllunarefni þessa lokaverkefnis er bráðger börn og þau úrræði sem eru í boði fyrir þau innan grunnskólakerfisins, með sérstakri áherslu á grunnskólana sjö á Akureyri. Þau úrræði sem fjallað er um eru: námsaðgreining og teymiskennsla, einstaklingsmiðað nám, hröðun, dýpkun á námsþekkingu og hraðfe...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Sigurlaug Indriðadóttir 1989-, Karen Jóhannsdóttir 1989-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/12222
Description
Summary:Umfjöllunarefni þessa lokaverkefnis er bráðger börn og þau úrræði sem eru í boði fyrir þau innan grunnskólakerfisins, með sérstakri áherslu á grunnskólana sjö á Akureyri. Þau úrræði sem fjallað er um eru: námsaðgreining og teymiskennsla, einstaklingsmiðað nám, hröðun, dýpkun á námsþekkingu og hraðferð. Fjallað er um greindarpróf og einnig hinar ýmsu kenningar sem settar hafa verið fram um greind og nám barna. Þar ber helst að nefna greindarpróf Alfred Binet, fjölgreindarkenningu Howard Gardner og þroska-og námskenningar John Dewey, Jean Piaget og Vygotsky, sem allir hafa haft gríðarleg áhrif á uppeldiskenningar allt fram til okkar daga. Skoðuð var skólastefna Akureyrarbæjar og skólanámskrár grunnskólanna á Akureyri með úrræði fyrir bráðger börn í huga. Við komumst að því að lítið hefur verið gert í því að móta sérstaka stefnu fyrir þennan hóp nemenda á Akureyri. Í Aðalnámskrá grunnskóla frá árinu 2011 er lögð áhersla á mikilvægi þess að koma til móts við bráðgera nemendur, en þrátt fyrir það virðast flestir skólarnir enn ekki hafa tekið við sér. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að hætta er á einkennum eins og slökum námsárangri, námsleiða og jafnvel þunglyndi hjá nemendum sem fá aldrei nógu krefjandi námsefni og þurfa gjarnan að hlusta á endurtekningar á útskýringum sem þeir þurfa ekki á að halda. Þar af leiðandi er mikið áhyggjuefni að skólarnir skuli leggja jafn litla áherslu og raun ber vitni á að skapa viðeigandi námsumhverfi fyrir nemendur sem teljast bráðgerir. The subject matter of this final paper is precocious children and the resources offered within the schoolsystem, with an emphasis on the seven elementary schools in Akureyri. The resources addressed are: ability grouping and team teaching, individualized education, acceleration, deening and fasttrack. IQ-tests and the various theories enunciated on childrens intellect and learning, are covered. Among that are the IQ-tests of Alfred Binet, Howard Gardners theory of multiple intelligence and the cognitive theories and educational theories of John Dewey ...