Hvernig má nýta umhverfi Hrafnagilsskóla til náms

Verkefnið er lokað til 2.5.2015. Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed.-gráðu í kennslufræðum á yngsta stigi við Háskólann á Akureyri. Markmið okkar með ritgerðinni er að skoða hvað felst í grenndarkennslu. Við vinnuna á ritgerðinni var ákveðið að velja grunnskóla í nágrenni við Akureyri, nánar til...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Heiðdís Pétursdóttir 1972-, Valbjörg Rós Ólafsdóttir 1984-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/12219
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 2.5.2015. Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed.-gráðu í kennslufræðum á yngsta stigi við Háskólann á Akureyri. Markmið okkar með ritgerðinni er að skoða hvað felst í grenndarkennslu. Við vinnuna á ritgerðinni var ákveðið að velja grunnskóla í nágrenni við Akureyri, nánar tiltekið Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Unnið var út frá rannsóknarspurningunni Hvernig má nýta næsta nágrenni Hrafnagilsskóla til náms? Byrjuðum við á að kanna hvaða staði við vildum nýta. Hugtakið grenndarkennsla er tiltölulega nýtt orð í íslenskri tungu, þó hægt sé að segja að hugmyndir sem notaðar voru á árum áður hafi svipaða eða sömu merkingu. Fyrir tíma þessa nýja hugtaks var talað um mikilvægi þess að öðlast fyrst skilning á heimabyggðinni og því sem næst okkur er, en víkka síðan sjóndeildarhringinn. Í fyrsta kafla er fjallað um grenndarkennslu og þau hugtök sem þar falla undir: sjálfsvitund, söguvitund, umhverfisvitund og grenndarvitund. Í öðrum kafla eru helstu atriði sem tengjast grenndarkennslu dregin út úr Aðalnámskrá grunnskóla. Í þriðja kafla er fjallað almennt um Eyjafjarðarsveit og Hrafnagilsskóla ásamt því að sagt er frá viðtali sem tekið var við aðstoðarskólastjóra Hrafnagilsskóla sem sagði frá því hvernig skólinn nýtir umhverfið í kringum Hrafnagilsskóla. Í fjórða kafla er fjallað stuttlega um þá staði sem valið var að vinna nánar með, en það eru Aldísarlundur, Brúnalaug, Eyjafjarðará, Gamla garðyrkjustöðin, Hrafnagil og Íslandsbærinn. Í lok umfjöllunar um hvern stað fyrir sig er lagt fram kennsluverkefni sem tengist þeim stað. Verkefnin verða sett fram með tilliti til tilgangs, efniviðar, undirbúnings, framkvæmdar, kennsluaðferða og mats og því sem fellur undir grenndarkennslu, með tilvísun til Aðalnámskrár grunnskóla.