Age estimation by dental developmental stages in children and adolescents in Iceland

Inngangur: Í aldaraðir hafa tennur verið notaðar til að bera kennsl á menn og til aldursgreiningar í réttarrannsóknum og í öðrum vísindalegum tilgangi. Aldursgreining barna og ungmenna er talin mjög nákvæm með staðalfrávik allt frá nokkrum mánuðum til 1-2 ár. Í fullorðnum, þegar tennur eru fullmynda...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigríður Rósa Víðisdóttir 1961-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:English
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/12176
Description
Summary:Inngangur: Í aldaraðir hafa tennur verið notaðar til að bera kennsl á menn og til aldursgreiningar í réttarrannsóknum og í öðrum vísindalegum tilgangi. Aldursgreining barna og ungmenna er talin mjög nákvæm með staðalfrávik allt frá nokkrum mánuðum til 1-2 ár. Í fullorðnum, þegar tennur eru fullmyndaðar, eru hrörnunarbreytingar tanna notaðar til aldursgreiningar, en nákvæmni þeirra er mun minni en við aldursgreiningu ungmenna. Mikilvægt er talið að þekkja tannþroska barna og ungmenna fyrir hverja þjóð. Ekki hefur fyrr verið gerð rannsókn hér á landi á tannþroska barna og ungmenna með tilliti til aldursgreiningar út frá myndunarskeiði tanna. Þekking þessi er mjög gagnleg fyrir íslenska réttartannlækna svo og aðra tannlækna, lækna, mannfræðinga og fornleifafræðinga, sem nýta í störfum sínum tannþroska barna og ungmenna. Einnig þarf að bera saman niðurstöður við sambærilegar erlendar rannsóknir og kanna hvort þær aðferðir sem mest eru notaðar t.d. við aldursgreiningar í öðrum löndum gildi fyrir íslenskt þýði. Efniviður og aðferðir: Þroskastig tanna voru rannsökuð af breiðmyndum (orthophan röntgenmyndum) af 1100 íslenskum börnum og ungmennum á aldrinum 4-25 ára. Þroskastig Havikko voru notuð til viðmiðunar í rannsókninni. Gerð var forrannsókn á 100 myndum. Einnig voru 200 myndir skoðaðar bæði hægra og vinstra megin, og að auki voru 800 skoðaðar hægra megin. Niðurstöður: Tannþroski var fundinn fyrir allar tennur, þegar úrtakið leyfði, og fyrir bæði kynin, frá því að króna byrjar að kalka og þar til rót lokast. Áreiðanleiki rannsóknaraðferða var reiknaður með Cronbach´s Alpha og reyndist vera r = 0,982, sem merkir mikinn áreiðanleika. Stúlkur ná fullum tannþroska 17.81 ára í efri kjálka og 18.47 ára í þeim neðri. Drengir ná fullum tannþroska 18.00 ára í efri kjálka en 17.63 í þeim neðri. Sterk fylgni var milli hægri og vinstri hliðar þar sem r = 0,95-1,00. Það var ekki marktækur munur milli kynja nema við myndun róta í augntönnum í efri og neðri gómi, þar sem stúlkur ná fyrr rótarlokun en drengir. Samantekt Með ...