Viðhorf og vitund háskólanema um frumbyggja á Norðurslóðum

Hægt er að líta á Norðurskautssvæðið sem heimaland fyrir fjölbreytta og mismunandi hópa frumbyggja sem fluttust þangað fyrir allt að 16.000 árum. Samkvæmt Þróunarskýrslu Norðurslóða búa um fjórar milljónir manna, þar af um 375.000 frumbyggjar á Norðurskautssvæðinu. Við Háskólann á Akureyri eru í boð...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ástrós Óladóttir 1987-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/12138
Description
Summary:Hægt er að líta á Norðurskautssvæðið sem heimaland fyrir fjölbreytta og mismunandi hópa frumbyggja sem fluttust þangað fyrir allt að 16.000 árum. Samkvæmt Þróunarskýrslu Norðurslóða búa um fjórar milljónir manna, þar af um 375.000 frumbyggjar á Norðurskautssvæðinu. Við Háskólann á Akureyri eru í boði tveir áfangar fyrir nemendur í grunnámi innan félagsvísindadeildarinnar sem fjalla um Norðurslóðirnar, íbúa þess og málefni. Í þessari ritgerð var gerð eigindleg rannsókn um þekkingu og skoðanir háskólanema á frumbyggjum á Norðurslóðum. Tekin voru átta viðtöl við nemendur sem stunda nám við Háskólann á Akureyri, þar af tvo skiptinema. Tveir af nemendunum höfðu tekið Norðurslóðaáfanga en hinir fjórir íslensku nemendurnir og skiptinemarnir tveir höfðu ekki tekið þess konar áfanga. Markmiðið með þessari rannsókn var að sjá hversu mikill munur væri á þekkingu nemendanna sem höfðu tekið Norðurslóðaáfanga og þeirra sem ekki höfðu tekið þess konar áfanga annars vegar og muninn á þekkingu og skoðunum íslensku nemendanna á móti erlendu skiptinemunum hins vegar. Í ljós kom að þeir tveir nemendur sem höfðu tekið Norðurslóðaáfanga vissu mun meira um málefni og íbúa Norðurskautssvæðisins heldur en hinir nemendurnir, en þó var ekki mikill munur á skoðunum. Flestir nemendur voru jákvæðir gagnvart frumbyggjum á Norðurslóðum og þeirra lifnaðarháttum. Af niðurstöðum þessarar rannsóknar að dæma, eru Norðurslóðaráfangarnir tveir mjög mikilvægir til að auka þekkingu nemenda á Norðurskautssvæðinu. The Arctic can be considered as a homeland for a variety of different indigenous groups whose ancestors moved there as early as 16.000 years ago. According to the Arctic Human Development Report, about two million people, of which about 375.000 are indigenous, lives in the Arctic. The University of Akureyri offers two courses for undergraduate students within the social sciences department that covers the Arctic, its inhabitants and issues. This thesis is based on a qualitative study about university students’ knowledge and views regarding ...