Réttindi geðfatlaðra við lögráða aldur í sveitarfélaginu Akureyri

Verkefnið er lokað til 11.5.2032. Geðfatlað fólk hefur alltaf verið til hér á landi, hér áður fyrr var talað um geðsjúkt fólk. Í lagabók Grágás frá tímum þjóðveldis er hægt að finna lagaákvæði um geðveika í Vígslóða og Ómagabálki. Grundvallarhugsun löggjafans á þeim tíma var sú að fjölskylda geðsjúk...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigurlín Guðrún Stefánsdóttir 1969-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/12097
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 11.5.2032. Geðfatlað fólk hefur alltaf verið til hér á landi, hér áður fyrr var talað um geðsjúkt fólk. Í lagabók Grágás frá tímum þjóðveldis er hægt að finna lagaákvæði um geðveika í Vígslóða og Ómagabálki. Grundvallarhugsun löggjafans á þeim tíma var sú að fjölskylda geðsjúkra og nánustu ættingjar áttu að sjá um þann sjúka og að engin hætta stafaði af honum. Í Grágás er talað um gæslusótt og í Jónsbók frá 1281, var skírskotað í trúna og þess getið að eftir að fólk fór að trúa á helvíti á jörð og Satan sjálfan hafi verið gripið til þess ráðs að binda geðsjúka niður í rúm sín. Það er ekki fyrr en á 19. öld sem skýrari og áreiðanlegri heimildir um geðsjúka koma fram. Talað var um skyldur sveitarfélaga, ef sá geðsjúki átti enga ættingja og þess getið jafnframt að þeir væru mikil byrði á sveitarfélögum. Til eru skráðar heimildir af illri meðferð á geðsjúkum og að þeir hafi búið við lélegan húsakost. Í byrjun síðustu aldar voru geðfatlaðir kallaðir ýmsum nöfnum eins og til dæmis hálfvitar, fávitar eða örvitar. Lög frá 1935, sem tóku gildi 1936, nr. 18 voru nefnd; lög um fávitahæli og er heiti laganna gott dæmi um álit löggjafans á þessum þjóðfélagshóp. Ný lög voru sett árið 1967, nr. 53, nefnd lög um fávitastofnanir. Mikilvæg breyting varð á hugsun löggjafans, með lögum nr. 59/1992, um málefni fatlaðs fólks. Með tilkomu nýju laganna var bætt inn lagaákvæði um geðfatlaða. Nú var talað um geðfatlað fólk sem fatlað en ekki sjúkt. Það þótti nauðsynlegt að aðlaga lögin að breyttu viðhorfi og nýjum kröfum samfélagsins. Í eldri lögum þótti skorta á ákvæði eins og réttindi til almennrar þjónustu fyrir fatlaða og þá sérstaklega hvað snerti félagslega þjónustu. Enn fremur þótti nauðsynlegt að leggja aukna áherslu á stoðþjónustu til að draga enn frekar úr stofnanavistun. Í þessari ritsmíð verður sjónum beint að þeim lögum er varða málefni geðfatlaða, 18 ára og eldri og þeim réttindum sem þeir sannarlega eiga að njóta samkvæmt stjórnarskrá, íslenskum lögum og Félagssáttmála Evrópu. Í öðru lagi verður ...