Ráðherraábyrgð og landsdómur : eru sérstök lög um ráðherraábyrgð og landsdóm nauðsynleg í íslenskri stjórnsýslu?

Verkefnið er lokað til 31.12.2012. Alveg frá því að Alþingi ákvað að hefja málsókn gegn fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, Geir Hilmari Haarde, fyrir landsdómi og þar með kalla íslenska landsdóminn saman í fyrsta skipti í sögu Lýðveldisins Íslands, hafa miklar umræður átt sér stað í samfélaginu o...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kolbrún Eva Ríkharðsdóttir 1985-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/12096
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 31.12.2012. Alveg frá því að Alþingi ákvað að hefja málsókn gegn fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, Geir Hilmari Haarde, fyrir landsdómi og þar með kalla íslenska landsdóminn saman í fyrsta skipti í sögu Lýðveldisins Íslands, hafa miklar umræður átt sér stað í samfélaginu og fræðimenn ekki setið á sér með skrif um þessi málefni. Sérstök lög hafa verið í gildi um ábyrgð ráðherra á Íslandi frá árinu 1904 þegar Íslendingar fengu sinn fyrsta ráðherra. Þá hafa einnig verið í gildi lög um sérstakan dómstól til þess að dæma í þeim málum er varða lögin um ábyrgð ráðherra. Þessi lög voru síðast endurskoðuð árið 1963 og voru þá töluverðar endurbætur gerðar á þeim, þótt það hafi ekki verið gerðar miklar efnislegar breytingar. Umræðurnar og skrifin sem hafa átt sér stað, varðandi þessi sérstöku lög undanfarin misseri, hafa að mestu leyti snúist um það hvort lögin standist kröfur mannréttindakafla stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð og skýrleika refsiheimilda. Þessi álitaefni eru rædd og skrif fræðimanna um þessi efni skoðuð, auk þess sem íslensku ráðherraábyrgðar- og landsdómslögin eru borin saman við samskonar lög í Danmörku og Noregi. Skoðuð eru fordæmi fyrir samskonar málaferlum í Danmörku og Noregi ásamt því að aðeins er litið til fyrsta máls íslenska landsdómsins. Ever since the Icelandic parliament, Alþingi, decided to start a lawsuit against Geir Hilmar Haarde, a former prime minister, and thereby gather landsdómur for the first time in the history of the Republic of Iceland, extensive discussion have been taking place in the community and academics have also been writing about these issues. There have been special laws in force in Iceland for ministerial responsibilities since 1904, when the Icelandic people got their first minister resident in Iceland. In relation to those laws, there has also been special law on a special court to judge in matters concerning the law of the ministerial responsibilities. In 1963 these laws were last revised and some ...