Greining og nýgengi stökkbreytingar í FMR1-geni ásamt könnun á samsætutíðni CGG-endurtekninga í geninu

Heilkenni brotgjarns X-litnings er algengasta arfgenga orsök þroskaröskunar. Heilkennið orsakast af stökkbreytingu í FMR1-geni sem erfist X-tengt ríkjandi og kóðar fyrir FMRP-próteini. Stökkbreytingin lýsir sér í mikilli fjölgun CGG-endurtekninga í geninu og óeðlilegri metýlun CpG-eyja. Aðgreina má...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir 1979-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/12086
Description
Summary:Heilkenni brotgjarns X-litnings er algengasta arfgenga orsök þroskaröskunar. Heilkennið orsakast af stökkbreytingu í FMR1-geni sem erfist X-tengt ríkjandi og kóðar fyrir FMRP-próteini. Stökkbreytingin lýsir sér í mikilli fjölgun CGG-endurtekninga í geninu og óeðlilegri metýlun CpG-eyja. Aðgreina má forstökkbreytingu, sem er 59-200 endurtekningar og fulla stökkbreytingu sem er >200 endurtekningar. Forstökkbreyting getur magnast upp í fulla stökkbreytingu milli kynslóða. Metýlun CpG-eyja veldur því að FMRP, sem er RNA-bindiprótein, myndast ekki og veldur skortur á því einkennum fullrar stökkbreytingar. Nýgengi heilkennis brotgjarns X-litnings er talið vera um 1 af 4000 fæddum drengjum og um 1 af 6000 fæddum stúlkum. Tvær aðferðir hafa verið algengastar til að greina stökkbreytinguna síðustu ár, PCR og Southern blettun. Hér á landi hefur PCR-aðferðin verið notuð, en þar sem hún getur aðeins greint fjölda endurtekninga sem eru <100 hefur þurft að senda sýni til Danmerkur í Southern blettun sé grunur um að endurtekningarnar geti verið fleiri. Markmið rannsóknarinnar voru fjögur: 1) Finna nýgengi stökkbreytingar í FMR1-geni meðal íslenskra drengja. 2) Finna hvort stökkbreytingin á Íslandi eigi sér sameiginlegan uppruna. 3) Halda áfram með og setja upp þriggja vísa PCR-aðferð og bera niðurstöður hennar saman við niðurstöður tveggja vísa aðferðar sem hingað til hefur verið notuð á Erfða- og sameindalæknisfræðideild (ESD). 4) Finna samsætutíðni CGG-endurtekninga meðal Íslendinga sem ekki hafa stökkbreytingu í geninu. Faraldsfræðirannsóknin var afturskyggn, en í henni voru upplýsingar úr rannsóknarskrám litningarannsóknadeildar notaðar til að bera saman fjölda drengja með fulla stökkbreytingu í geninu við tölur frá Hagstofu Íslands um fjölda lifandi fæddra drengja fæddra á sama árabili. Þegar leitað var að sameiginlegum uppruna stökkbreytingarinnar var leitað til Erfðafræðinefndar HÍ sem rakti saman elstu einstaklinga hverrar stórfjölskyldu fyrir sig þar sem greinst hafði stökkbreyting í geninu. Sett var upp ...