Hvað er sjálfbært hverfi?

Í aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, sem staðfest var árið 1998, voru í fyrsta sinn sett fram sérstök sjálfbærniviðmið í tengslum við innleiðingu Staðardagskrár 21 án þess þó að skilgreina vandamálin sem við er að etja, setja fram mælanlega umhverfisvísa og skilgreina hvernig og á hvaða hátt sjálf...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hlynur Axelsson 1980-
Other Authors: Listaháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/12082
Description
Summary:Í aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, sem staðfest var árið 1998, voru í fyrsta sinn sett fram sérstök sjálfbærniviðmið í tengslum við innleiðingu Staðardagskrár 21 án þess þó að skilgreina vandamálin sem við er að etja, setja fram mælanlega umhverfisvísa og skilgreina hvernig og á hvaða hátt sjálfbærni nýtist til að bæta lífskilyrði í borginni. Hugtök á borð við hverfi og samfélag eru einnig óskilgreind en þau eru alla jafna notuð samhliða sjálfbærni. Erfitt getur því verið að byggja upp eða bæta borgina út frá sjálfbærni ef grunninn er ekki til staðar. Í yfirstandandi vinnu við endurgerð aðalskipulags Reykjavíkur stendur þetta til bóta ásamt því að setja fram sérstaka skipulagsáætlun fyrir hverfi í borginni. Meginmarkmiðið með þessari ritgerð er að byggja upp grunn fyrir skilgreiningu hugtaksins sjálfbært hverfi með því að rýna erlendar skilgreiningar og hugmyndafræðilegan grunn hugtakanna sjálfbærni, hverfi, sjálfbært samfélag og sjálfbært hverfi. Í öðru lagi verður stuðst við uppbyggingu grunnflokka þriggja erlendra vistvottunarkerfa fyrir sjálfbær hverfi og athugað hvernig Staðardagskrár 21 meðhöndlar viðmið fyrir sjálfbær samfélög. Að lokum verða ofangreindar þættir notaðir sem grunnviðmið við mat á samfélagslega virkni tveggja hverfa í Reykjavík; Grafarholts og Norðlingaholts Helstu niðurstöðurnar sýna í fyrsta lagi að hugtakið sjálfbært hverfi fellur undir almenna skilgreiningu hugtaksins sjálfbært staðbundið samfélag. Til þess að Reykjavík geti fylgt ákvæðum Staðardagskrár 21 og orðið sjálfbærari borg er mikilvægt að beina athyglinni að sjálfbærni minni eininga borgarinnar þ.e.a.s. borgarhlutunum. Þar skiptir mestu að vistvænar samgöngur hafi forgang umfram bílinn og öll helsta grunnþjónusta sé að finna innan hvers borgarhluta eða a.m.k. í göngufæri. Ef stefna á í átt að sjálfbærari lifnaðháttum þarf hugsunin að breytast og setja þarf umhverfið og þar með heilsu og vellíðan íbúanna í forgang.