Stafar tannsmiðum hætta af starfi sínu? Könnun á öryggi og aðbúnaði á tannsmíðaverkstæðum á Íslandi árið 2012

Ritgerð þessi er lokaverkefni höfunda til BS gráðu í tannsmíði við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands vor 2012. Leitað var svara við rannsóknarspurningunni: Stafar tannsmiðum hætta af starfi sínu? Markmið rannsóknarinnar er að kanna öryggi og aðbúnað tannsmíðaverkstæða á Íslandi. Verkefnið er un...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Berglind Haraldsdóttir 1973-, Elfa Björk Eiríksdóttir 1974-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/12066
Description
Summary:Ritgerð þessi er lokaverkefni höfunda til BS gráðu í tannsmíði við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands vor 2012. Leitað var svara við rannsóknarspurningunni: Stafar tannsmiðum hætta af starfi sínu? Markmið rannsóknarinnar er að kanna öryggi og aðbúnað tannsmíðaverkstæða á Íslandi. Verkefnið er unnið með því hugarfari að vekja tannsmiði til umhugsunar um mikilvægi þess að vera meðvitaða um starfsumhverfi sitt og áhrif þess á heilsu og vellíðan þeirra. Megindleg rannsóknarsnið var notað við gerð rannsóknarinnar, spurningalisti með spurningum hvað varðar öryggismál og aðbúnað var sendur rafrænt á öll tannsmíðaverkstæði og tannlækna sem hafa starfandi tannsmiði hjá sér. Niðurstöður leiddu í ljós að margir verkstæðiseigendur sinna ekki þeirri skyldu sinni að fá eftirlit frá eldvarnar- og vinnueftirliti þó að reglur kveði á um að svo skuli vera. Flest verkstæðin komu ágætlega út varðandi persónuhlífar, þrif, slökkvitæki og vinnuaðstöðu, að því frátöldu að fleiri hefðu mátt vera með stinkskáp og frásog í gifsherbergi. Fjórðungur verkstæða var ekki með sjúkrakassa. Engin verkstæði voru með leiðbeiningar um neyðarviðbrögð við efnaóhöppum og slysum. Fáir eru bólusettir fyrir lifrarbólgu B og lítið er um að mát séu sótthreinsuð. Tæplega helmingur geymir eiturefni í sérstökum skápum. Um 70% gaskúta eru ekki festir eins og lög segja til um. Af niðurstöðum rannsóknarinnar má álykta að aðbúnaður á tannsmíðaverkstæðum sé á mörgum stöðum ábótavant hvað öryggi varðar þó að reglur séu til staðar um hvernig rekstri skuli háttað skv. Vinnueftirlitinu og stafar tannsmiðum hætta af því. Rannsóknin leiddi í ljós að tannsmiðum stafar hætta af vinnuumhverfi sínu. Abstract In this dissertation for a B.Sc. degree in Dental Technology from the Faculty of Odontology at the University of Iceland the authors aim to answer the question whether the work of dental technicians poses a risk to their health. The objective of the research is to examine the safety and ergonomics of dental technicians' laboratories in Iceland. The research aims at ...