Súr gjóska úr Kötlu. Kornastærð, kornalögun og þáttagreining

Forsögulega gjóskulagið SILK-LN úr Kötlu hefur verið rannsakað með það að markmiði að meta umhverfisaðstæður sem ríktu í gosinu þegar gjóskulagið var að myndast. Til þess voru notaðar kornastærðar-, kornalögunar- og þáttagreining á gjóskunni. Sýni af gjóskunni var safnað af Guðrúnu Larsen árið 1993...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Edda Sóley Þorsteinsdóttir 1979-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/12002
Description
Summary:Forsögulega gjóskulagið SILK-LN úr Kötlu hefur verið rannsakað með það að markmiði að meta umhverfisaðstæður sem ríktu í gosinu þegar gjóskulagið var að myndast. Til þess voru notaðar kornastærðar-, kornalögunar- og þáttagreining á gjóskunni. Sýni af gjóskunni var safnað af Guðrúnu Larsen árið 1993 við Geldingasker á Skaftártunguafrétti í um 30-35 km fjarlægð frá upptökum. Gjóskulaginu var skipt í tvær einingar; neðri einingu og mið einingu. Gjóskan var handsigtuð. Efni fínna en 4 Φ var var ekki skoðað frekar. Niðurstöður kornastærðargreininga leiddu í ljós að báðar einingarnar eru þrítoppa. Toppar í mið einingu birtast í -5 Φ, 1,5 Φ og svo í efni fínna en 4 Φ sem safnaðist fyrir í pönnu. Þessu er eins farið í neðri einingunni nema að þar myndast toppur í 3 Φ í stað -5 Φ. Toppar beggja eininga í 1,5 Φ kornastærðarflokknum eru afbrigðilega hærri en hinir topparnir. Stungið er upp á að myndun þeirra sé vegna ílengdar kornanna sem leggjast flöt á möskvana og safnast upp. Smásjárskoðun studdi þá tilgátu. Niðurstöður meðalkornastærðar benda til þess að SILK-LN gjóskulagið hafi þróast frá freatomagmatísku gosi yfir í magmatískt og niðurstöður aðgreiningar benda til þróunar frá magmatísku gosi yfir í freatomagmatískt gos. Niðurstöður kornalögunargreininga gefa í stórum dráttum til kynna að gos hafi verið magmatískt í upphafi en svo þróast í átt að freatomagmatískara gosi. Niðurstöður á SILK-LN gjóskulangsins voru bornar saman við tvö önnur gjóskulög, annars vegar E2 sem er forsögulegt basískt gjóskulag og á uppruna sinn í Kötlu og hins vegar Heklu-4 sem er forsögulegt súrt gjóskulag sem á uppruna sinn í Heklu. Samkvæmt kornalögunargreiningum þá hafa SILK-LN og E2 gjóskan myndast við svipuaðar umhverfisaðstæður, þ.e. í gosi sem þróast frá magmatísku gosi yfir í freatomagmatískt. Þessu er öfugt farið í Heklu-4 gjóskulaginu. Þegar meðalkornastærð á móti aðgreiningu E2 og SILK-LN gjóskunnar er skoðuð sést að uppruni þeirra er svipaðaður. The prehistoric silicic tephra layer SILK-LN tephra layer from Katla volcano has ...