Próffræðilegir eiginleikar BASC-2. Þýðing á foreldraútgáfu listans í úrtaki íslenskra barna á aldrinum 6-11 ára

Próffræðilegir eiginleikar foreldraútgáfu BASC-2 listans (Behavior Assessment System for Children) voru athugaðir í hópi 6-11 ára barna á Íslandi. Listinn er erlendur kvarði sem er ætlað að meta hegðun og skapgerðarþætti barna og unglinga. Tveir grunnskólar samþykktu þátttöku sína í rannsókninni og...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Jóhanna Ögmundsdóttir 1988-, Hafdís Erla Valdimarsdóttir 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/11972
Description
Summary:Próffræðilegir eiginleikar foreldraútgáfu BASC-2 listans (Behavior Assessment System for Children) voru athugaðir í hópi 6-11 ára barna á Íslandi. Listinn er erlendur kvarði sem er ætlað að meta hegðun og skapgerðarþætti barna og unglinga. Tveir grunnskólar samþykktu þátttöku sína í rannsókninni og alls svöruðu 251 foreldrar, þar af voru 142 mæður og 109 feður. Próffræðilegir eiginleikar listans voru metnir í úrtaki mæðra og feðra í sitthvoru lagi. Þáttabygging BASC-2 var athuguð og áreiðanleiki skoðaður út frá bæði upprunulegri og íslenskri uppbyggingu listans. Áreiðanleikastuðlar upprunalegu útgáfunnar í íslensku úrtaki voru almennt miðlungs eða viðunandi. Þáttagreining sýndi færri þætti en í heimalandi fyrir bæði aðlögunarkvarða og klíníska kvarða listans og reyndist áreiðanleiki þeirra lægri en í heimalandi. Mikið samræmi var á mati mæðra og feðra og meta foreldrar stráka almennt hærra á úthverfum vanda en stúlkur á innhverfum. Niðurstöður benda til að athuga þurfi BASC-2 betur í stærra úrtaki, gera réttmætisathuganir og útbúa norm fyrir íslenskt þýði. The aim of this study was to evaluate the psychometric properties for the Parent Rating Scales (PRS) of the Behavior Assessment System for Children, second edition (BASC-2) questionnaire for six to eleven year old children in Iceland. The questionnaire is made to measure behavioral and emotional strengths and weaknesses of children and adolescents in preschool through high school. Two elementary schools in Reykjavik agreed to participate in the study. A number of 142 mothers and 109 fathers participated, a total of 251 parents. Psychometric properties was independently observed for a sample of mothers and fathers. Factor structure was assessed and reliability of BASC-2 was evaluated from both the Icelandic and the American version of the list. Reliability of the American version in Icelandic sample was in general terms medium or acceptable in both samples. Factor analysis revealed fewer factors than the American version of the list, for both adaptive and ...