Ofanflóð í Kaldaklifsá í kjölfar goss í Eyjafjallajökli 2010

Eyjafjallajökull liggur á eystra gosbelti Íslands. Á Íslandi er mikil eldvirkni sem veldur því að landið er stöðugt í mótun og umbreytingu. Orsakavaldar þessarrar eldvirkni eru Miðatlandshafsflekaskilin sem liggja undir landinu og möttulstrókur sem liggur undir Vatnajökli. Gosið í toppgíg Eyjafjalla...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Elísabet Pálmadóttir 1986-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/11860
Description
Summary:Eyjafjallajökull liggur á eystra gosbelti Íslands. Á Íslandi er mikil eldvirkni sem veldur því að landið er stöðugt í mótun og umbreytingu. Orsakavaldar þessarrar eldvirkni eru Miðatlandshafsflekaskilin sem liggja undir landinu og möttulstrókur sem liggur undir Vatnajökli. Gosið í toppgíg Eyjafjallajökuls hófst þann 14. apríl 2010. Það hafði mikil áhrif á líf manna á Íslandi og um heim allan. Gífurlegt magn ösku gaus upp og lagðist yfir nærliggjandi sveitir og dreifðist um háloftin í átt að Evrópu. Jökulhlaup og eðjuflóð runnu niður norður-og suðurhlíðar jökulsins og gjörbreyttu þar landslagi. Til að komast að því hvort eðjuflóð hafi runnið niður árfarveg Kaldaklifsár vorið 2011 var farvegur Kaldaklifsár rannsakaður með tilliti til setmyndunarferla. Tekin voru sex setsýni eftir árfarveginum í þeim tilgangi að skoða kornastærðardreifingu og samsetningu þeirra og athuga hvort greina mætti á milli setmyndanna straumvatna og eðjuflóða. Niðurstöður sýndu að töluvert magn kantaðs glers fannst í öllum sýnunum og kornin urðu þá ávalari með aukinni fjarlægð og rúnnuð bergbrot urðu fleiri því neðar sem dró í ánni. Þau sýni sem tekin voru neðst í ánni, auk þess sýnis sem tekið var við Selá vestan Kaldaklifsár sýndu einkenni straumvatnasets en þau sýni sem tekin voru ofar í ánni við gilkjaft Kaldaklifsár, sýndu merki blandaðs eðjuflóðasets. Ofurblönduð flóð eru ákveðið millistig frá straumvötnum til eðjuflóða (e. lahar), kornastæðargröf þeirra eru yfirleitt tví- til þrítoppa og kornin eru illa aðgreind. Kornastærðargröf úr Kaldaklifsá sýndu væga tvítoppun á þessum tveim sýnum og voru þau mjög illa aðgreind sem er lýsandi fyrir eðjuflóðaset. Eyjafjallajökull lies on the eastern volcanic rift zone in Iceland. The eruption in the top crater of Eyjafjallajökull the 14th of April 2010 had a deep impact on human lives, not only in Iceland but on a global scale. Tremendous amount of ash was spewed up into the atmosphere and covered the nearby area, but also made its way south towards Europe. Jökulhlaups and lahar floods made ...