Viðhorf og þekking hjúkrunarfræðinga í ung- og smábarnavernd á störfum talmeinafræðinga. Með áherslu á málþroskafrávik

Í ritgerðinni er skoðað hvaða starfsstétt, hjúkrunarfræðingum í ung- og smábarnavernd á landsvísu, finnst vera best til þess fallin að meta frávik og ráðleggja foreldrum um málþroska barna. Einnig er athugað hvert sömu hjúkrunarfræðingar almennt vísa börnum með hugsanleg frávik í málþroska. Að auki...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristlaug Stella Ingvarsdóttir 1970-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/11847
Description
Summary:Í ritgerðinni er skoðað hvaða starfsstétt, hjúkrunarfræðingum í ung- og smábarnavernd á landsvísu, finnst vera best til þess fallin að meta frávik og ráðleggja foreldrum um málþroska barna. Einnig er athugað hvert sömu hjúkrunarfræðingar almennt vísa börnum með hugsanleg frávik í málþroska. Að auki verður kannað hvort hjúkrunarfræðingum sem sinna ung- og smábarnavernd, finnist það sem þeir lærðu um málþroska barna í námi sínu í hjúkrun, gagnast þeim nægilega til að geta áttað sig á því hvort hugsanlega sé um frávik í málþroska að ræða. Slóð að rafrænni spurningakönnun, sem innihélt sextán viðhorfsspurningar og tíu bakgrunnsspurningar, var send til allra hjúkrunarfræðinga sem sinna ung- og smábarnavernd á landinu, alls 173 þátttakenda. Samtals 110 hjúkrunarfræðingar svöruðu spurningalistanum eða sem samsvaraði 63,6% svarhlutfalli. Niðurstöður gefa til kynna að hjúkrunarfræðingum í ung- og smábarnavernd finnst talmeinafræðingar vera best til þess fallnir að meta málþroska og ráðleggja foreldrum þar um. Ennfremur kemur í ljós að flestum hjúkrunarfræðingum finnst það sem þeir lærðu um málþroska í eigin námi, aðeins gagnast þeim í meðallagi vel/illa til þess að geta metið hvort hugsanlega er um frávik í málþroska að ræða. In this study, a survey was distributed to all nurses who work within the infant‘s and toddler‘s health care system in Iceland. The questions included for example: (1) who, in primary care control, is best suited to identify children with speech and language delay and advise parent thereof?; (2) to whom do the nurses usually refer children with suspected speech and language delays or disorders?; and (3) do the nurses consider what they learned in their nursing education to be useful when it comes to identifying these children? The participants were e-mailed a link to the survey. It contained 26 questions, i.e. 16 questions about various aspects in relation to speech and language screening/evaluation and referrals, and 10 background questions. The survey was sent to the whole population, that is, ...