Óhugnaður í hverri sveit. Birtingarmynd myrkrar ferðamennsku á Íslandi

Í þessari rannsókn var reynt að varpa ljósi á birtingarmynd myrkrar ferðamennsku á Íslandi og þeir staðir sem sem tengjast óhugnaði kannaðir nánar. Einnig var reynt að svara því hvort verið væri að nýta slíka staði í ferðamennsku og hvaða möguleikar væru í boði fyrir slíka ferðamennsku á Íslandi. Te...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Rannveig Egilsdóttir 1980-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/11832
Description
Summary:Í þessari rannsókn var reynt að varpa ljósi á birtingarmynd myrkrar ferðamennsku á Íslandi og þeir staðir sem sem tengjast óhugnaði kannaðir nánar. Einnig var reynt að svara því hvort verið væri að nýta slíka staði í ferðamennsku og hvaða möguleikar væru í boði fyrir slíka ferðamennsku á Íslandi. Tekin voru viðtöl við 4 viðmælendur þar sem þátttakendur voru valdir út frá sérþekkingu og störfum tengdum menningararfi og því sem skilgreina mætti myrka ferðamennsku. Farið var í gagnaöflun þar sem allir landshlutar voru kannaðir til að afla upplýsinga um þá staði sem tengjast óhugnaði á Íslandi og þeir kortlagðir. Í rannsókninni var einnig notast við tvær greiningaraðferðir til að greina fjölbreytileika og mismunandi staðsetningar á myrkri ferðamennsku og þar sem reynt var að sýna fram á að myrkir staðir séu mismunandi myrkir eftir tegundum þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að ekki er verið að nýta myrka ferðamennsku á skipulagðan hátt á Íslandi en óhugnaður er til á mörgum stöðum. Til að mynda var nefnt að það væri hægt að nýta betur söguna frá 19. og 20. öld þar sem margir myrkir atburðir áttu sér stað. Sögur af sjóslysum, náttúruhamförum, farsóttum og fleira væri hægt að nýta í tengslum við ferðamennsku með ýmsum söfnum og sýningum. Í dag er verið að nýta nokkra staði og viðburði sem tengjast myrkri ferðamennsku en þar má nefna Draugasetrið á Stokkseyri, Draugagangan í Reykjavík og Galdrasýningin á Hólmavík. Í rannsókninni voru nefndir 42 staðir á Íslandi sem hugsanlega væri hægt að flokka undir myrka ferðamennsku. Þegar notast var við greiningaraðferðirnar tvær kom í ljós að hægt var að fá nokkra mynd af því hversu myrkur ferðamannastaðurinn er en sumir staðir eru samblanda af nokkrum tegundum og því getur verið erfitt að staðsetja þá. Flokkun tegunda myrkrar ferðamennsku gæti því þurft að vera skýrari og stilla þurfi breytunum meira til að hægt sé að miða við það fjölbreytta úrval myrkrar ferðamennsku sem í boði er. Lykilorð: Myrk ferðamennska, óhugnaður, tækifæri, dauði, ferðaþjónusta, Ísland. ...