Jarðfræði og grunnvatn við Skarðsfjall

Við Skarðsfjall í Rangárvallarsýslu er fyrirhuguð efsta virkjunin af þremur í Neðri-Þjórsá. Hefur Landsvirkjun rannsakað grunnvatn á svæðinu í sex grunnvatnsholum síðan 2008 og þar af einni frá árinu 2001. Tilgangur grunnvatnsrannsókna á svæðinu er að rannsaka hegðun grunnvatns og skoða þá þætti sem...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðjón Helgi Eggertsson 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/11828
Description
Summary:Við Skarðsfjall í Rangárvallarsýslu er fyrirhuguð efsta virkjunin af þremur í Neðri-Þjórsá. Hefur Landsvirkjun rannsakað grunnvatn á svæðinu í sex grunnvatnsholum síðan 2008 og þar af einni frá árinu 2001. Tilgangur grunnvatnsrannsókna á svæðinu er að rannsaka hegðun grunnvatns og skoða þá þætti sem hafa áhrif á það. Er það gert með tilliti til tengsla við rennsli vatns í Þjórsá, úrkomu á svæðinu og grunnvatn sem kemur niður milli Búrfells og Sauðafells. Í grunnvatnsholunni sem hefur verið mæld síðan 2001 var einnig skoðað hvort mæld gildi við borun bæri saman við mæld gildi áranna á eftir. Landsvirkjun hefur ekki skoðað áhrifaþætti grunnvatns á svæðinu og því var það verðugt verkefni að skoða nánar hvaða þættir hafa áhrif á það. Til að rannsaka áhrifaþætti grunnvatns á svæðinu var gögnum safnað úr gagnagrunni Landsvirkjunnar. Einnig var farin ferð með landmælingarmanni Landsvirkjunar, þar sem mældar voru inn lindir sem áttu upptök sín á svæðinu, ásamt því að mæla vatnsborð Þjórsár. Niðurstöður þessara mælinga voru meðal annars notaðar til að útbúa kort af svæðinu sem varpaði skýrari mynd á grunnvatn svæðisins. Niðurstöðurnar sýna að samband Þjórsár og grunnvatnsins er mjög lítið og hefur Þjórsá þétt vel jarðveginn í kringum sig. Áhrifaþættir grunnvatnsins eru því frekar úrkoma sem fellur á hraunið sjálft, ásamt rennsli grunnvatns af hærri svæðum. Þegar gildi sem mæld voru við borun á holu árið 2001 og mælingar seinni ára, kom í ljós að mælingar sem gerðar voru við borun holunnar passa ekki inn í ferli síðari ára. Landsvirkjun, the largest power producer in Iceland, is planning to build a hydropower plant in Þjórsá. The planned power plant is called Hvammsvirkjun and is located north of Skarðsfjall in Rangárvallarsýsla. In 2008 Landsvirkjun started measuring groundwater in the area, in five holes. Before that, one hole has been measured since 2001. The data from these measurements is evaluated to see what factors affect the groundwater in the area. These water height measurements are compared to the flow in ...