Lifrarbólga C og HIV á meðgöngu og í fæðingu. Fræðileg úttekt

Síðan lifrarbólga C og HIV voru fyrst skilgreind hefur mikið verið rannsakað hvers vegna og hversu líklegt er að börn smitist af mæðrum sínum á meðgöngu og í fæðingu. Tilgangur þessa lokaverkefnis var að fara yfir þá fræðilegu þekkingu sem til er í tengslum við lifrarbólgu C og HIV á meðgöngu og í f...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Súsanna Kristín Knútsdóttir 1981-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/11819
Description
Summary:Síðan lifrarbólga C og HIV voru fyrst skilgreind hefur mikið verið rannsakað hvers vegna og hversu líklegt er að börn smitist af mæðrum sínum á meðgöngu og í fæðingu. Tilgangur þessa lokaverkefnis var að fara yfir þá fræðilegu þekkingu sem til er í tengslum við lifrarbólgu C og HIV á meðgöngu og í fæðingu. Aðaláhersla var lögð á barnið og hvað ljósmæður geta gert til þess að minnka líkur á smiti milli móður og barns á meðgöngu og í fæðingu. Markmið þessa lokaverkefnis var að taka saman upplýsingar um þá hættu sem því fylgir þegar konur sem eru smitaðar af lifrarbólgu C og/eða HIV ganga í gegnum meðgöngu og fæðingu og hvað ljósmæður geta gert til þess að minnka áhættuna bæði fyrir móður og barn. Niðurstöður þessarar fræðilegu úttektar voru að ljósmæður skipta miklu máli í umönnun þessara kvenna. Konum á barneignaraldri með HIV og lifrarbólgu C hefur fjölgað hér á landi og hluti þeirra kemur til með að taka þá ákvörðun að ganga með og fæða barn. Því er mikilvægt að ljósmæður kynni sér reglulega nýjungar í umönnun þessara kvenna bæði til þess að þær geti veitt þeim viðeigandi fræðslu og veitt sem besta umönnun á meðgöngu og í fæðingu. Lykilorð: Meðganga, lifrarbólga C, HIV, smit milli móður og barns. Ever since hepatitis C and HIV were first defined, mother to child transmission has been studied extensively and what causes the transmission. The purpose of this final thesis was to systematically review published studies about hepatitis C and HIV in pregnancy and birth. The main emphasis was on the child and what midwives can do to reduce the risk of mother to child transmission in pregnancy and birth. The objective was to compile information on the risk of pregnancy and birth for women infected with hepatitis C and/or HIV, and what can be done to lower the risk for both mother and child. The conclusions of this systematic review was that midwives are very important in the care for these women. The prevalence of women of childbearing age with HIV and hepatitis C has risen in Iceland, and some of these women will ...