Inspired by Iceland. Bjargvættur ferðaþjónustu á Íslandi í kjölfar eldgoss?

Búist var við því að gríðarleg aukning yrði á komu ferðamanna til Íslands sumarið 2010 samanborið við sumarið árið á undan. Þegar eldgosið hófst í Eyjafjallajökli í apríl það ár varð stöðvun í bókunum á ferðum til landsins auk þess sem fréttaumfjöllun erlendis af ástandinu á Íslandi sökum eldgossins...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Andrea Sif Don 1986-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/11803
Description
Summary:Búist var við því að gríðarleg aukning yrði á komu ferðamanna til Íslands sumarið 2010 samanborið við sumarið árið á undan. Þegar eldgosið hófst í Eyjafjallajökli í apríl það ár varð stöðvun í bókunum á ferðum til landsins auk þess sem fréttaumfjöllun erlendis af ástandinu á Íslandi sökum eldgossins var einnig oft röng. Því var ákveðið að fara í markaðsátak þar sem markmiðið var að leiðrétta rangan fréttaflutning og gera umheiminum ljóst að það væri óhætt að ferðast til Íslands. Markaðsátakið fékk nafnið Inspired by Iceland, og var unnið í sameiningu af Iðnaðarráðuneytinu og aðilum í ferðaþjónustu. Markmið þessa verkefnis var að skoða hvernig aðilum sem tengjast ferðaþjónustu á einn eða annan hátt fannst markaðsátakið takast til og hvernig framhaldið á átakinu ætti að vera. Stuðst var við eigindlega rannsóknaraðferð og voru sex viðtöl tekin við íslenska aðila, og einn erlendur feðaþjónustuaðili svaraði spurningunum tengdum átakinu með tölvupósti. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að flestum fannst átakið takast vel til en það sé þó erfitt með vissu að vita hvort það var eldgosið sjálft eða markaðsátakið sem var að laða ferðamenn að. Einnig var samhljómur á meðal viðmælenda í því hvernig ætti að halda áfram með átakið, en lenging ferðamannatímabilsins virtist vera þar efst á lista.