"Ég á Ísafjörð og Ísafjörður á mig." Staðartengsl og staðarsjálfsemd í samhengi við búsetuval

Fjöldi rannsókna hefur verið gerður á orsökum mikilla búferlaflutninga til suðvesturhornsins. Þessar rannsóknir hafa sýnt að fólk sækist eftir ákveðnum búsetuskilyrðum sem það telur sig finna á höfuðborgarsvæðinu. Lítið hefur hins vegar verið rannsakað af hverju fólk flytur ekki frá smærri byggðum o...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Albertína Friðbjörg Elíasdóttir 1980-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/11786
Description
Summary:Fjöldi rannsókna hefur verið gerður á orsökum mikilla búferlaflutninga til suðvesturhornsins. Þessar rannsóknir hafa sýnt að fólk sækist eftir ákveðnum búsetuskilyrðum sem það telur sig finna á höfuðborgarsvæðinu. Lítið hefur hins vegar verið rannsakað af hverju fólk flytur ekki frá smærri byggðum og sömuleiðis af hverju fólk flytur til byggðarlaga utan suðvesturhornsins. Markmið rannsóknarinnar er að rannsaka einmitt þessa þætti með því að skoða staðartengsl og staðarsjálfsemd meðal núverandi og fyrrverandi íbúa á Ísafirði. Ísafjörður varð fyrir valinu meðal annars vegna langrar búsetusögu staðarins og vegna persónulegra tengsla höfundar við staðinn. Fyrst og fremst er byggt á erlendum rannsóknum og kenningum. Þessar kenningar hafa ekki verið notaðar áður við rannsóknir á byggðaþróun á Íslandi. Rannsóknaraðferðin var eigindleg og byggir á viðtölum og myndum frá þrettán einstaklingum sem eru búsettir eða hafa verið búsettir á Ísafirði. Viðmælendum var ennfremur skipt upp í hópa eftir því hvort þeir væru fæddir og uppaldir á Ísafirði eða aðfluttir. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að viðmælendur hafa fremur svipuð staðartengsl en hins vegar er staðarsjálfsemd sterkari meðal heimamanna og brottfluttra en aðfluttra. Nokkur munur er á við hvað viðmælendur tengja sig þar sem heimamenn eru líklegri til að tengja sig við náttúruna á meðan aðfluttir eru líklegri til að tengja sig við samfélagið. Niðurstöðurnar sýna að íbúar mynda sterk tengsl við Ísafjörð. Rannsóknin veitir innsýn í nýja tegund búseturannsókna á Íslandi og veitir dýpri innsýn í upplifun íbúa í litlum bæ af tengslum sínum við staðinn en fyrri rannsóknir á Íslandi hafa gert. Many research projects in Iceland have focused on the causes for the constant migration from the countryside to the capital area. These studies have shown that people seem to be seeking out certain aspects of living that they can obtain easier in the capital area, but little research has been done on why people do not move from the smaller settlements and also why people migrate out ...