Hvers vegna heimsækja ferðamenn kirkjur?

Undanfarin ár hefur fjölgun ferðamanna til landsins farið langt fram úr öllum áætlunum og ef þessi þróun heldur áfram þarf að auka framboð á afþreyingu fyrir ferðamenn. Aðal-áherslan á kynningu á landinu hefur verið náttúran og víðernin. Þörf er á að finna leiðir til að kynna margbreytileika menning...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jenný Björgvinsdóttir 1965-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/11781
Description
Summary:Undanfarin ár hefur fjölgun ferðamanna til landsins farið langt fram úr öllum áætlunum og ef þessi þróun heldur áfram þarf að auka framboð á afþreyingu fyrir ferðamenn. Aðal-áherslan á kynningu á landinu hefur verið náttúran og víðernin. Þörf er á að finna leiðir til að kynna margbreytileika menningararfs þjóðarinnar og gera hann sýnilegri. Heimsóknir ferðamanna í kirkjur hafa tíðkast í margar aldir og má tengja þær athafnir við menningartengda ferðaþjónustu. Í þessari ritgerð verður greint frá niðurstöðum rannsóknar á kirkjuheimsóknum erlendra ferðamanna. Tilgangur rannsóknarinnar var að fá innsýn í hvers vegna ferðamenn heimsækja kirkjur. Ýmsir fræðimenn tengja athafnir ferðamanna sem heimsækja kirkjur við kenningar um pílagrímsferðir og verður það kannað nánar. Í rannsókninni var notuð blönduð rannsóknaraðferð, það er bæði eigindleg og megindleg. Spurningarblað var afhent af handahófi þrjátíu erlendum ferðamönnum sem heimsóttu Háteigskirkju í júlímánuði 2011. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að þriðjungur ferðamannanna heimsóttu kirkjuna vegna byggingarlistar hennar, þar á eftir komu orðin menning, trú eða bæn. Lykilorð: Kirkjur, athafnir, ferðamenn, pílagrímsferðir. In recent years the number of tourists to Iceland has reached all expectations, and if this trend will continue, there will be a need to increase the availability of entertainment for tourists. The primary focus presenting the country has long been nature and wilderness. On the other hand, tourists visiting churches have been common for many centuries and can be linked to the activities of cultural tourism. And for that matter, there is a need to find ways to promote diversity of the cultural heritage and make it more visible. In this dissertation, I will report the results of the research, why foreign tourists visit churches. As the purpose of this study was to gain insight into why tourists visit churches. Furthermore, some scholars link the actions of tourists who visit churches to the theory of pilgrimage tours. In this study a mixed ...