Kvikmyndadrifin ferðamennska: Tækifæri í markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað

Kvikmyndadrifin ferðamennska og markaðssetning með þekktum kvikmyndum hefur verið að færast í aukanna. Skilgreina má kvikmyndadrifna ferðamennsku þannig að ferðamaðurinn laðast sérstaklega að áfangastað sem hann hefur séð í ákveðinni kvikmynd. Þannig hafa þeir sem sjá um markaðsetningu áfangastaðar...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Bríet Rún Ágústsdóttir 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/11728
Description
Summary:Kvikmyndadrifin ferðamennska og markaðssetning með þekktum kvikmyndum hefur verið að færast í aukanna. Skilgreina má kvikmyndadrifna ferðamennsku þannig að ferðamaðurinn laðast sérstaklega að áfangastað sem hann hefur séð í ákveðinni kvikmynd. Þannig hafa þeir sem sjá um markaðsetningu áfangastaðar farið að nýta sér þekktar kvikmyndir í því skyni að markaðsetja áfangastaði og landið sjálft. Nærtæk dæmi eru Bretland og Nýja Sjáland, þau lönd hafa nýtt sér kvikmyndir í markaðsetningu. Hafa þau fundið fyrir aukningu í ferðamennsku vegna þess. Markmið rannsóknarinnar var að skoða stöðu kvikmyndadrifinnar ferðamennsku hér á landi og möguleika á markaðssetningu á Íslandi í gegnum kvikmyndir. Einnig var við rannsóknina lagt upp með að finna út hver þekkingin á kvikmyndadrifinni ferðamennsku sé innan ferðaþjónustunnar á Íslandi. Við gagnaöflun var notast við eigindlegar rannsóknaraðferðir. Þannig byggðist rannsóknin á átta hálfstöðluðum viðtölum og í einu tilfelli var viðtalsramma svarað í gegnum tölvupóst. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að það er ekki mikil þekking á kvikmyndadrifinni ferðamennsku hér á landi og má segja að hún sé á byrjunarstigi. Þá er lítið um að Ísland sé markaðssett í kvikmyndum eða sjónvarpsþáttum. Möguleikarnir með markaðssetningu eru þó miklir og gæti verið góð viðbót í kynningu á Íslandi. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu einnig að áhugi er fyrir samvinnu á milli kvikmyndafyrirtækja og ferðaþjónustufyrirtækja til að skapa ferðaþjónustu sem tengist kvikmyndum. Abstract: Film-induced tourism: Marketing opportunity for Iceland as a destination Film induced tourism and markerting destinations through blockbuster films have been increasing through the years. Film-induced tourism involves that a tourist travels to destination because of seeing a film linked to the destination. DMO’s have recently been taking advantage of that by marketing countries through films. Examples of Britain and New Zealand show that the countries that have been exposed in films have increased their tourism. The purpose ...