Stærðarmælingar á íslenskum skógarþröstum Turdus iliacus coburni og mat á notkun þeirra við kyngreiningu

Skógarþröstur (Turdus iliacus) er algengur spörfugl á Íslandi. Hann er að mestu leyti farfugl hér á landi og ferðast til í V-Evrópu á veturna þó hluti stofnsins haldi til í þéttbýli hér á landi allt árið. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort nota mætti útlitsbreytur við kyngreiningu íslens...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sunna Björk Ragnarsdóttir 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/11659
Description
Summary:Skógarþröstur (Turdus iliacus) er algengur spörfugl á Íslandi. Hann er að mestu leyti farfugl hér á landi og ferðast til í V-Evrópu á veturna þó hluti stofnsins haldi til í þéttbýli hér á landi allt árið. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort nota mætti útlitsbreytur við kyngreiningu íslenskra skógarþrasta. Skógarþrestir voru veiddir í mistnet í október 2011 í Fossvoginum í Reykjavík. Teknar voru stærðarmælingar, þeir þyngdarmældir og aldursgreindir, teknar af þeim flugfjaðrir til kyngreiningar og þeim sleppt að lokinni hringmerkingu á fæti. Við kyngreiningu voru notuð tvö mismunandi sett þreifara, R3112 og F2987 fyrir W litning en R3112 og F3007 fyrir Z litning. Ef að báðir þreifararnir gáfu bönd var um kvenfugla að ræða (ZW) en ef aðeins fengust bönd með R3112 og F3007 voru það karlfuglar (ZZ). Tölfræði úrvinnsla fór fram í R forritinu og þar var notað alhæft línulegt líkan GLM (e. generalized linear model) til þess að reikna út líkur á kyni út frá mælingum fyrir hvern og einn einstakling. Besta módelið var síðan valið með því að prófa mun á milli líkana með AIC, aðeins þær breytur sem ná að útskýra á marktækan hátt breytileikann í gögnunum (leifarnar) eru teknar með í líkaninu og reyndist besta módelið byggja á vænglengd og þyngd. Mun fleiri ungfuglar veiddust en gamlir líkt og búast má við að hausti. Hlutföll kynja voru borin saman á milli aldurshópa og reyndist ekki marktækur munur vera á milli kynjahlutfalla ungfugla og fullorðinna. Mældar stærðir voru bornar saman með t-prófi, bæði voru kynin borin saman sem og aldurshóparnir. Einungis ein breyta sýndi marktækan mun milli hópa en það var vænglengd milli ungra og fullorðinna. Besta GLM líkanið til kyngreiningar fékkst þegar notaðar voru vængmælingar og þyngd (AIC: 139.9) en þá var möguleiki að spá fyrir um rétt kyn í 60% tilfella. Ekki fannst greinilegur stærðarmunur á milli kynja með tilliti til þeirra stærðarþátta sem hér voru mældir. Þó er ekki hægt að útiloka að munur geti verið meiri en hér kemur fram vegna skekkju við mælingar eða við ...