„Auður og hagsæld vex og þróast heima fyrir, orðstýr og álit út á við.“ Samanburður á söguskoðun Ólafs Ragnars Grímssonar og Jóns J. Aðils

Jón Jónsson Aðils var sagnfræðingur sem hélt vinsæla fyrirlestra í Reykjavík sem fjölluðu um sögu landsins frá landnámi. Í þessum fyrirlestrum setti Jón fram ákveðna söguskoðun um eðli og uppruna Íslendinga. Norðmenn og Keltar blönduðust hér á landi og úr varð hin íslenska þjóð sem byggði hér land....

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Tryggvi Páll Tryggvason 1987-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/11658
Description
Summary:Jón Jónsson Aðils var sagnfræðingur sem hélt vinsæla fyrirlestra í Reykjavík sem fjölluðu um sögu landsins frá landnámi. Í þessum fyrirlestrum setti Jón fram ákveðna söguskoðun um eðli og uppruna Íslendinga. Norðmenn og Keltar blönduðust hér á landi og úr varð hin íslenska þjóð sem byggði hér land. Jón J. Aðils gerir mikið úr eðlisþáttum í skýringum sínum á bókmenntum og stjórnarfari Íslendinga á þessu tímabili. Hjá Keltum blómstraði menning en hjá Norðmönnum voru það skipulagshæfileikar og frelsisþrá sem réðu ríkjum. Úr þessu varð hin íslenska þjóð. Jón rekur sögu Íslands frá landnámi og setur fram ákveðna söguskoðun. Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn forseti sumarið 1996. Hann hefur haldið fjölmargar ræður á þessum tíma og var sérstaklega áberandi í kjölfar þess sem nefnt hefur verið Útrás. Hann var virkur stuðningsmaður þeirra sem stóðu í henni og hélt fjölmargar ræður, bæði hér heima og erlendis þar sem hann setur fram sína skýringu á framgöngu hinna svokölluðu útrásarvíkinga. Árið 2006 setur hann fram nánast fullmótaða söguskoðun um eðli Íslendinga. Hér verður reynt að draga saman líkindi á milli söguskoðun þessara tveggja manna.