Einhverfa : boðskipta- og þjálfunarleiðir einhverfra

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Einhverfa er þroskaröskun af líffræðilegum toga og greinist yfirleitt hjá börnum á aldrinum tveggja til þriggja ára. Einkennin lýsa sér þannig að þau eiga í erfiðleikum með augnsamband við aðra og hafa takmarkaðar forsendur til samskipta...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Agnes Bryndís Jóhannesdóttir 1965-, Ólína Aðalbjörnsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2002
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/1163
Description
Summary:Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Einhverfa er þroskaröskun af líffræðilegum toga og greinist yfirleitt hjá börnum á aldrinum tveggja til þriggja ára. Einkennin lýsa sér þannig að þau eiga í erfiðleikum með augnsamband við aðra og hafa takmarkaðar forsendur til samskipta. Þau sækja í áráttukennda hegðum, hafa seinkaðan málþroska og vilja ekki mikla snertingu nema á eigin forsendu. Einhverfa raðast á róf sem hefur yfirheitið Gagntækar þroskaraskanir. Í fyrsta hluta ritgerðarinnar er fræðileg umfjöllun um einhverfu og saga hennar rakin ásamt orsökum, líffræðilegum þætti, greiningu og tíðni. Flokkum innan einhverfunnar eru einnig gerð skil. Þá er kafli þar sem einhverfir sem komnir eru á fullorðinsár segja frá og lýsa lífi sínu. Þessir einstaklingar hafa brotist út úr einhverfunni að einhverju leiti og komið hugleiðingum sínum á blað. Þannig gefa þau fólki innsýn í heim einhverfa og kemst þá sá sem les nálægt því hvað það er að vera einhverfur. Boðskipta- og þjálfunarleiðir einhverfra eru skoðaðar en það eru meðal annars notaðar félagshæfnisögur, atferlismótun og TEACCH. Rannsóknarspurningin sem við leitumst við að svara er: Hverjar eru boðskipta- og þjálfunarleiðir einhverfra og hvernig nýtist TEACCH sem boðskiptaleið fyrir einhverfa? Við tókum viðtal við deildarstjóra sérdeildar Síðuskóla um boðskiptaleiðir sem notaðar eru þar. Úrvinnslan úr viðtalinu er fléttuð inn í ritgerðina og þær ályktanir sem við drögum af því. Í enda ritgerðarinnar er ítarlegur kafli um TEACCHaðferðina og hvernig unnið er eftir henni.