Lengi býr að fyrstu gerð : börn með sérþarfir og einhverfa

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Fötlun getur verið með ýmsu móti, andleg, líkamleg eða jafnvel hvort tveggja og getur átt sér margar ólíkar orsakir. Fatlaður er sá einstaklingur sem vegna meins eða skerðingar er hindraður í að inna af hendi hlutverk sem honum eða henni...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Elín Björg Jónsdóttir, Þóra Jóna Árbjörnsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2003
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/1149
Description
Summary:Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Fötlun getur verið með ýmsu móti, andleg, líkamleg eða jafnvel hvort tveggja og getur átt sér margar ólíkar orsakir. Fatlaður er sá einstaklingur sem vegna meins eða skerðingar er hindraður í að inna af hendi hlutverk sem honum eða henni væri eðlilegt miðað við aldur, kynferði og aðstæður. Einhverfa nefnist ein tegund fötlunar. Hún getur verið þroskahömlun til lífstíðar og greinist yfirleitt á fyrstu þrjátíu ævimánuðum barnsins. Einhverfir einstaklingar eiga oft erfitt með að skilja það sem þeir heyra, sjá og skynja í umhverfinu. Einhverfa torveldar félagsleg samskipti þeirra, boðskipti og hegðun, og að skilja aðstæður og hegðun annarra. Einstaklinga með einhverfu skortir félagslegt innsæi og skilning á því hvað er viðeigandi eða óviðeigandi við hinar ýmsu aðstæður í daglegu lífi. Ritgerð þessi hefst á fræðilegri umfjöllun um fatlanir, hugtök eru skilgreind og fjallað er um viðhorf til fatlaðra, nám án aðgreiningar og á hvern hátt megi bregðast við ólíkum þörfum barna í leikskóla. Lýst er einkennum einhverfu, orsökum hennar og eins er greiningu á hömluninni gerð ítarleg skil. Rætt er um þær kennslu- og þjálfunaraðferðir, sem þekktar eru og reynst hafa vel vegna barna með einhverfu. Niðurstaða ritgerðarinnar sýnir fram á að leikskólakennarar þurfa að vera meðvitaðir um þroska og þarfir hvers fatlaðs einstaklings sem á leikskólann kemur og þarf að hafa markvissar kennsluaðferðir að leiðarljósi.