Ástæður fyrir vali tannlækna og tannsmiða á tannplantakerfum

Lokaverkefni þetta er til B.Sc. gráðu í tannsmíði við heilbrigðisvísindadeild Háskóla Íslands í apríl 2012. Framkvæmd var rannsókn varðandi val íslenskra tannlækna og tannsmiða á tannplantakerfum og hvaða þættir eru þess valdandi að eitt tannplantakerfi er valið umfram annað. Athugað var meðal annar...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ingibjörg Ósk Einarsdóttir 1984-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/11313
Description
Summary:Lokaverkefni þetta er til B.Sc. gráðu í tannsmíði við heilbrigðisvísindadeild Háskóla Íslands í apríl 2012. Framkvæmd var rannsókn varðandi val íslenskra tannlækna og tannsmiða á tannplantakerfum og hvaða þættir eru þess valdandi að eitt tannplantakerfi er valið umfram annað. Athugað var meðal annars hvort munur væri á áhrifaþáttum milli tannlækna og tannsmiða og hvaða þættir réðu úrslitum um, að eitt tannplantakerfi væri valið umfram annað. Einnig hvort munur væri á, hvort sérfræðingar eða almennir tannlæknar setji niður tannplantann og eins hvaða tannplantakerfi þeir veldu sér helst. Framkvæmd var megindleg rannsókn þar sem spurningalisti var sendur rafrænt til þátttakenda sem voru félagar í Tannlæknafélagi Íslands og Tannsmiðafélagi Íslands sem höfðu skráð netföng hjá félögunum. Úrtakið var sjálfvalið þar sem þátttakendur völdu sig sjálfir með því að svara könnuninni en tekið var fram að engum væri það skylt. Helstu niðurstöður eru þær að Straumann tannplantakerfið ber af hvað varðar fjölda þeirra sem kjósa helst að nota það tannplantakerfi. Einnig er mikill meirihluti tannlækna sem notar alltaf íhluti frá upprunalegum framleiðanda í stað þess að nota eftirlíkingar. Við val á tannplöntum var það afgerandi niðurstaða hvað varðar tannlækna að klínísk reynsla og klínískar rannsóknir væru þeir þættir sem réðu hvað mestu um val þeirra, en aðgengi að vörunni og úrval kom þar á eftir. Athyglisvert þótti að verð virtist ekki vera eins stór þáttur í vali þeirra á tannplöntum og mætti halda. Tannlæknar og tannsmiðir voru spurðir um hvaða grunnefni þeir vildu helst nota fyrir postulíns krónur eða postulíns brýr á framtanna-, forjaxla-, og jaxlasvæði. Zirkon var vinsælast meðal bæði tannlækna og tannsmiða en postulíns málmur var einnig mikið valinn og var hann vinsælli á jaxlasvæði heldur en á framtannasvæði öfugt við zirkon. This thesis is for a B.Sc. degree in Dental Technology at the University of Iceland in April 2012. A research was performed on what implant systems the Icelandic dental profession and the dental ...