Skattlagning á ferðaþjónustu

Ferðaþjónusta á Íslandi hefur farið ört vaxandi á síðustu áratugum og frábær árangur hefur náðst. Flugrekstur er helsta samgönguleið til og frá landinu og er því grundvallarþáttur í ferðaþjónustu hér á landi. Skattlagning ferðaþjónustu, þar með talið flugreksturs, hefur á síðustu árum einkennst af t...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Högni Helgason 1989-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/11311
Description
Summary:Ferðaþjónusta á Íslandi hefur farið ört vaxandi á síðustu áratugum og frábær árangur hefur náðst. Flugrekstur er helsta samgönguleið til og frá landinu og er því grundvallarþáttur í ferðaþjónustu hér á landi. Skattlagning ferðaþjónustu, þar með talið flugreksturs, hefur á síðustu árum einkennst af tíðum hækkunum og tilkomu nýrra skatta. Skattaumhverfi ferðaþjónustunnar hefur orðið flóknara síðustu ár og verið óstöðugt. Gæti einföldun og stefnubreyting í skattlagningu á ferðaþjónustu leitt til hagstæðari rekstrarskilyrða fyrir þau fyrirtæki sem koma að ferðaþjónustu á Íslandi? Fjallað verður um núverandi stöðu ferðaþjónstunnar hér á landi útfrá tölulegum gögnum og hún greind með ýmsum verkfærum viðskiptafræðinnar. Skattaumhverfi ferðaþjónustunnar verður skoðað og leitast við að varpa ljósi á þá skatta sem hafa sérstaklega mikil áhrif á rekstur fyrirtækja í greininni. Stöðugar skattahækkanir síðustu ára og tilkoma nýrra skatta hafa haft afar neikvæð áhrif á flugrekstur og ákveðna hluta ferðaþjónustunnar. Þessi óstöðugleiki í rekstrarumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja gerir það erfiðara fyrir fyrirtæki að móta sér langtíma stefnu og hefur því letjandi áhrif á fjárfestingar og uppbyggingu. Ritgerðinni er ætlað að vekja athygli lesanda á mikilvægi ferðaþjónustu og flugreksturs á Íslandi og möguleikum til þess ná frekari árangri á þeim sviðum. Eftir lestur ritgerðarinnar vonast ég til að hið flókna skattaumhverfi ferðaþjónustunnar sé skýrara fyrir lesandann og að hann hafi myndað sér skoðun á stefnu stjórnvalda í skattamálum ferðaþjónustunnar.